Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 18

Andvari - 01.01.2017, Page 18
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 17 og siðaskiptin á Norðurlöndum dregur hann upp breiða sviðsmynd af mannlífi Vesturlanda á 16. öld. Með landafundunum á fyrri hluta ald- arinnar hafi orðið slíkar breytingar að um byltingu hafi verið að ræða. En jarðvegur þeirra hugmynda sem þá spruttu var efnislegur og pól- itískur: Fyrsta skeið nýju aldarinnar er venjulega kennt við landafundi og siðabót eða siðaskipti í sögu Evrópu, þar eð Evrópubúar heyja látlausar orðasennur og hildarleiki um trúmál á þessu tímabili. Þessar trúarbragðadeilur voru hin stórpólitísku átök þess tíma milli auðvalds og lénsskipulags, konungsvalds og kirkjuvalds, bænda og landeigenda, verkamanna og atvinnurekenda, og allir þessir aðilar stóðu með biblíuna í höndunum og játuðu sérstaka trú. En upp úr öllum guðfræðistælunum reis smám saman pólitísk flokkaskipting, sem ein- kennt hefur borgaralegt þjóðfélag.27 Siðbót Lúters var, að dómi Björns, til komin af því að í Þýskalandi hafði ekki myndast öflugt ríkisvald sem brotið hefði furstaveldi mið- alda á bak aftur og sett upp höfuðstöðvar í stórum verslunarborgum líkt og London á Englandi og París í Frakklandi. Í sunnanverðri álf- unni var kaþólska kirkjan orðin „tæki stjórnvaldanna í stórpólitískri baráttu tímabilsins“ og siðbót því andstæð hagsmunum þeirra sem með völdin fóru. Allt öðru máli gegndi um Þýskaland. Það skiptist í fjöl- mörg furstadæmi sem höfðu lítið bolmagn til þess að verjast „fjárplóg páfastóls“. Gagnrýni Lúters á aflátssöluna var furstunum því sérlega geðþekk og siðbót hagsmunamál þeirra. Síðan gerir Björn grein fyrir þróun mála í Danmörku, átökum helstu stétta samfélagsins um völdin og vekur athygli á því að sigurvegarinn í þeim hildarleik, Kristján konungur III, var sjálfur hliðhollur hinum nýja sið og naut atbeina aðalsins. Þar var kaþólska kirkjan ekki tæki stjórnvalda heldur and- stæðingur sem þurfti að beygja til hlýðni. Eftir þennan inngang hefst venjubundin atburðasaga þar sem Jón biskup Arason er í höfuðhlut- verki. Í þeirri frásögn hikar Björn ekki við að nota gildishlaðin nú- tímahugtök eins og „milljónarar“, íhaldsmenn“ og „afturhaldsöfl“. Hér kynnumst við aðferð sem varð síðar mjög dæmigerð fyrir Björn, að láta ekki sögu Íslands gerast í lokuðu rými heldur leita orsaka og sam- hengis í því sem átti sér stað í nágrannalöndum okkar. Sviðsmyndin varð að vera skýr. Þá fyrst var hægt að snúa sér að Íslandi. Til samanburðar er fróðlegt að líta á grein sem Þorkell Jóhannesson ritaði um Jón Arason í Skírni af sama tilefni.28 Þar lætur hann nægja í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.