Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 59

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 59
58 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI sér að á fyrstu árum Íslandsbyggðar hefði Reykjanesskaginn búið yfir miklum landkostum, undirlendi mikið, varp- og akureyjar þar sem hægt var að rækta bygg, góð fiskimið, laxár og veiðivötn, sellátur, hvalreki og geirfuglabyggð skammt undan, fuglabjörg, góðar hafnir, heitar laugar og talsverður trjáreki. Að auki var á Reykjanesi beiti- land sem aldrei brást og skógur mikill. Þetta var sannkallað gósen- land, að sögn Björns.164 Almenningur var enn gróðursæll og skógi vaxinn, þegar Sigríður Bogadóttir biskupsfrú og Árni Thorsteinsson landfógeti létu sækja þangað reynivið í garða sína um og eftir miðja 19. öld og hófu með því trjárækt í Reykjavík.165 En eftir það fór að síga á ógæfuhliðina. Björn kunni skýringar á því. Á 19. öld yfirfylltust sveitir landsins af fólki, og þá flýði það í hrönnum til verstöðvanna. Á Vatnsleysuströnd komst fólksfjöldinn upp í um 650 manns árið 1870. „Þá var gróðri skagans eytt svo að hann hefur staðið rúinn og eyddur eftir.“ Björn vildi endurheimta landið sem horfið var og klæða það skógi eins og fyrr á öldum. Hann lagði því til að Reykjanesskagi yrði friðaður fyrir sauðfé og að fólk fengi þar úthlutuð ræktunarlönd. Ávinningurinn yrði þrenns konar: „Fólki hættir að leiðast, orkuvand- inn leysist því að menn losna við að flýja austur á Hérað eða til sól- arlanda sér til afþreyinga og nytjaskógar og unaðsreitir munu prýða Reykjanesskaga.“166 Björn unni landi sínu og þjóð, en hann var ekki svo mikill þjóðernissinni að ekki mætti vaxa annar viður úr íslenskri fold en innlendir stofnar. Aðrar trjátegundir, aðfluttar, þrifust ekkert síður, einkum stafafura, bergfura og sitkagreni, og í skjóli þeirra spratt síðan upp sjálfsáinn birkiviður. Í trjálundi Björns bar af eitt slíkt birki- tré, fagurlimað og laufskrúðugt, rúmlega fimm metrar á hæð og um 30 sentímetrar í þvermál. Var það nefnt skilningstréð. Björn hlaut um síðir verðskuldaða viðurkenningu fyrir ræktunarstarfið, því að hann var einn fimm framtaksmanna um skógrækt sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Skógrækt ríkisins heiðruðu í mars 1985 með listaverki eftir Hallstein Sigurðsson.167 Björn Þorsteinsson var „ósvikið barn útivistar og íslenzkrar nátt- úru“, segir Bergsteinn Jónsson prófessor í minningargrein um kol lega sinn. Hann rifjaði það upp, þegar þeir hittust á aðfangadag jóla næst- um tveimur árum fyrr. Björn hafi þá verið sárt leikinn af erfiðum sjúkdómi og svo lamaður í kverkum að hann hafi átt örðugt um mál: En við þessar örðugu aðstæður snerist ræða hans um þau áform hans að kaupa vörugám, sem boðinn var til sölu! Til hvers? Jú, úr honum mætti fyrirhafnar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.