Andvari - 01.01.2017, Qupperneq 59
58 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI
sér að á fyrstu árum Íslandsbyggðar hefði Reykjanesskaginn búið yfir
miklum landkostum, undirlendi mikið, varp- og akureyjar þar sem
hægt var að rækta bygg, góð fiskimið, laxár og veiðivötn, sellátur,
hvalreki og geirfuglabyggð skammt undan, fuglabjörg, góðar hafnir,
heitar laugar og talsverður trjáreki. Að auki var á Reykjanesi beiti-
land sem aldrei brást og skógur mikill. Þetta var sannkallað gósen-
land, að sögn Björns.164 Almenningur var enn gróðursæll og skógi
vaxinn, þegar Sigríður Bogadóttir biskupsfrú og Árni Thorsteinsson
landfógeti létu sækja þangað reynivið í garða sína um og eftir miðja
19. öld og hófu með því trjárækt í Reykjavík.165 En eftir það fór að
síga á ógæfuhliðina. Björn kunni skýringar á því. Á 19. öld yfirfylltust
sveitir landsins af fólki, og þá flýði það í hrönnum til verstöðvanna.
Á Vatnsleysuströnd komst fólksfjöldinn upp í um 650 manns árið
1870. „Þá var gróðri skagans eytt svo að hann hefur staðið rúinn og
eyddur eftir.“ Björn vildi endurheimta landið sem horfið var og klæða
það skógi eins og fyrr á öldum. Hann lagði því til að Reykjanesskagi
yrði friðaður fyrir sauðfé og að fólk fengi þar úthlutuð ræktunarlönd.
Ávinningurinn yrði þrenns konar: „Fólki hættir að leiðast, orkuvand-
inn leysist því að menn losna við að flýja austur á Hérað eða til sól-
arlanda sér til afþreyinga og nytjaskógar og unaðsreitir munu prýða
Reykjanesskaga.“166 Björn unni landi sínu og þjóð, en hann var ekki
svo mikill þjóðernissinni að ekki mætti vaxa annar viður úr íslenskri
fold en innlendir stofnar. Aðrar trjátegundir, aðfluttar, þrifust ekkert
síður, einkum stafafura, bergfura og sitkagreni, og í skjóli þeirra spratt
síðan upp sjálfsáinn birkiviður. Í trjálundi Björns bar af eitt slíkt birki-
tré, fagurlimað og laufskrúðugt, rúmlega fimm metrar á hæð og um
30 sentímetrar í þvermál. Var það nefnt skilningstréð. Björn hlaut um
síðir verðskuldaða viðurkenningu fyrir ræktunarstarfið, því að hann
var einn fimm framtaksmanna um skógrækt sem Samtök sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Skógrækt ríkisins heiðruðu í
mars 1985 með listaverki eftir Hallstein Sigurðsson.167
Björn Þorsteinsson var „ósvikið barn útivistar og íslenzkrar nátt-
úru“, segir Bergsteinn Jónsson prófessor í minningargrein um kol lega
sinn. Hann rifjaði það upp, þegar þeir hittust á aðfangadag jóla næst-
um tveimur árum fyrr. Björn hafi þá verið sárt leikinn af erfiðum
sjúkdómi og svo lamaður í kverkum að hann hafi átt örðugt um mál:
En við þessar örðugu aðstæður snerist ræða hans um þau áform hans að kaupa
vörugám, sem boðinn var til sölu! Til hvers? Jú, úr honum mætti fyrirhafnar-