Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2017, Side 62

Andvari - 01.01.2017, Side 62
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 61 Peter Foote varð síðar manna fróðastur um hinn helga biskup á baukn- um og gaf út sögu hans bæði á vegum Árnasafns í Kaupmannahöfn og Hins íslenska fornritafélags. Þegar Peter Foote varð sextugur, kom út úrval ritgerða hans í einu bindi, og tileinkaði hann bókina vinum sínum, Birni Þorsteinssyni og Guðrúnu Guðmundsdóttur, með þakk- læti fyrir að hafa framar öllum öðrum auðveldað sér að kynnast og fá mætur á Íslandi og Íslendingum í samtíð og fortíð.172 Annar fræðimaður sem telur sig standa í þakkarskuld við þau hjón er Harald Gustafsson, prófessor við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Hann skrifaði gagnmerka doktorsritgerð um embættismenn og samfélag á Íslandi á 18. öld og varði hana við háskólann í Stokkhólmi 1985. Í for- mála þakkar hann, eins og skylt er, öllum þeim sem veitt höfðu honum aðstoð en segir svo í lokin: En ef til vill hefði þetta verk aldrei séð dagsins ljós, ef ég hefði ekki bankað á rangar dyr í Árnagarði haustið 1976 og stikað inn til Björns Þorsteinssonar sem þá var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann er ótæmandi brunnur nýrra viðhorfa í íslenskri sögu. Ég fæ ekki skilið hvernig það er á nokkurn hátt mögulegt að ein manneskja geti fengið svona margar spennandi hugmyndir. Heima hjá honum og konu hans, Guðrúnu Guðmundsdóttur, í Kópavogi hef ég átt fastan samastað í hinum íslenska hluta tilveru minnar – svo að ekki sé minnst á skóginn hans Björns í hrauninu fyrir utan Hafnarfjörð. Hugmyndaauðgi Björns og frásagnarlist er mér um megn að líkja eftir, en þrátt fyrir það hefur samveran með honum verið mér ómetanleg.173 Björn var hár maður vexti, grannur og spengilegur og hærður vel, kvikur í hreyfingum og nokkuð óðamála, þegar honum var mikið niðri fyrir, jafnan glaður með glöðum en þoldi illa úrtölumenn. Hann var áræðinn og kappsamur eldhugi, næmur og tilfinningaríkur. Eins og oft vill verða um slíka menn, brann loginn hans skært – og stundum ákaf- lega – en því miður alltof skjótt. Veikindin tvö síðustu árin drógu mjög úr þreki hans, en hann lét ekki deigan síga og hélt áfram að skrifa um hugðarefni sín. Hann var stöðugt að skyggnast eftir samhenginu í sög- unni og leitast við að finna réttu hugtökin til að lýsa heildarmyndinni. Sjálf atburðarásin skipti minna máli. Síðustu ritsmíðar hans birtust í Lesbók Morgunblaðsins sumarið 1986, greinaflokkur um fjóra mikil- væga þætti íslenskrar miðaldasögu: Setningu tíundarlaga, Ara fróða og ritstörf hans, upphaf sagnaritunar á Íslandi og landnám Íslands og Íslendingabók.174 Um haustið var Björn lagður inn á Borgarspítala, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.