Andvari - 01.01.2017, Page 62
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 61
Peter Foote varð síðar manna fróðastur um hinn helga biskup á baukn-
um og gaf út sögu hans bæði á vegum Árnasafns í Kaupmannahöfn
og Hins íslenska fornritafélags. Þegar Peter Foote varð sextugur, kom
út úrval ritgerða hans í einu bindi, og tileinkaði hann bókina vinum
sínum, Birni Þorsteinssyni og Guðrúnu Guðmundsdóttur, með þakk-
læti fyrir að hafa framar öllum öðrum auðveldað sér að kynnast og fá
mætur á Íslandi og Íslendingum í samtíð og fortíð.172
Annar fræðimaður sem telur sig standa í þakkarskuld við þau hjón
er Harald Gustafsson, prófessor við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Hann
skrifaði gagnmerka doktorsritgerð um embættismenn og samfélag á
Íslandi á 18. öld og varði hana við háskólann í Stokkhólmi 1985. Í for-
mála þakkar hann, eins og skylt er, öllum þeim sem veitt höfðu honum
aðstoð en segir svo í lokin:
En ef til vill hefði þetta verk aldrei séð dagsins ljós, ef ég hefði ekki bankað
á rangar dyr í Árnagarði haustið 1976 og stikað inn til Björns Þorsteinssonar
sem þá var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann er ótæmandi
brunnur nýrra viðhorfa í íslenskri sögu. Ég fæ ekki skilið hvernig það er á
nokkurn hátt mögulegt að ein manneskja geti fengið svona margar spennandi
hugmyndir. Heima hjá honum og konu hans, Guðrúnu Guðmundsdóttur, í
Kópavogi hef ég átt fastan samastað í hinum íslenska hluta tilveru minnar –
svo að ekki sé minnst á skóginn hans Björns í hrauninu fyrir utan Hafnarfjörð.
Hugmyndaauðgi Björns og frásagnarlist er mér um megn að líkja eftir, en
þrátt fyrir það hefur samveran með honum verið mér ómetanleg.173
Björn var hár maður vexti, grannur og spengilegur og hærður vel,
kvikur í hreyfingum og nokkuð óðamála, þegar honum var mikið niðri
fyrir, jafnan glaður með glöðum en þoldi illa úrtölumenn. Hann var
áræðinn og kappsamur eldhugi, næmur og tilfinningaríkur. Eins og oft
vill verða um slíka menn, brann loginn hans skært – og stundum ákaf-
lega – en því miður alltof skjótt. Veikindin tvö síðustu árin drógu mjög
úr þreki hans, en hann lét ekki deigan síga og hélt áfram að skrifa um
hugðarefni sín. Hann var stöðugt að skyggnast eftir samhenginu í sög-
unni og leitast við að finna réttu hugtökin til að lýsa heildarmyndinni.
Sjálf atburðarásin skipti minna máli. Síðustu ritsmíðar hans birtust í
Lesbók Morgunblaðsins sumarið 1986, greinaflokkur um fjóra mikil-
væga þætti íslenskrar miðaldasögu: Setningu tíundarlaga, Ara fróða
og ritstörf hans, upphaf sagnaritunar á Íslandi og landnám Íslands og
Íslendingabók.174 Um haustið var Björn lagður inn á Borgarspítala, og