Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 90
ANDVARI „...BILUÐ TRÚ OG BILAÐUR KRISTINDÓMUR...“! 89
Kristindómurinn er samkvæmt eðli sínu og ákvörðun svo víðtækur, að það
ætti engan að hneyksla, þótt bækur þær, sem brýna hann fyrir mönnum, gjöri
ekki ávallt sömu atriði að umtalsefni.19
Bjarni viðurkenndi að Páll fari víða hörðum orðum um bresti sem honum
hafi þótt vera á „[…] fyrirkomulagi kristinnar kirkju […]“.20 Hann kvað það
þó gert af vinarhug en ekki óvild. Þá benti hann á að ýmsar framfarir hefðu
orðið í kirkjulífinu síðan predikanirnar voru fluttar og að Páll hefði hugsan-
lega mýkt mál sitt hefði honum auðnast að búa predikanirnar til prentunar.21
Ekki er mögulegt að leggja mat á útbreiðslu bókarinnar og raunveruleg
áhrif hennar. Höfundur hefur til að mynda ekki upplýsingar um upplagið
né heldur er vitað hvenær ritið seldist upp. Bókin var til sölu beggja vegna
Atlantshafs og það vekur athygli að meðal Vestur-Íslendinga var hún auglýst
allt fram til 1930.22 Þar getur þó verið að ekki hafi verið skýr munur á versl-
un með nýjar bækur og fornbóksölu. Þetta má því túlka með tvennu móti:
að bókin hafi legið lengi óseld eða verið eftirsótt áratugum eftir útgáfuna.
Matthías Jochumsson (1835–1920), fornvinur Páls og nágrannaprest-
ur í Odda, taldi að bókin hefði fljótt hlotið mikla útbreiðslu.23 Sigurgeir
Sigurðsson (1890–1953) biskup lét einnig svo um mælt í tilefni af aldar-
afmæli Páls að bókin hafi selst upp á „[…] tiltölulega örskömmum tíma,“
enda verið lesin á mörgum heimilum. Viðurkenndi hann þó að margir hefðu
ekki sætt sig við nýstárlegar hugmyndir höfundarins en bókin unnið á er til
lengdar lét.24
Þórarinn Þórarinsson (1914–1995) ritstjóri skrifaði um kynni sín af bók-
inni í blað sitt, Tímann, en hún hafði verið páskalesning hans 1977. Lýsti
hann áhrifunum svo:
[…] skemmst er frá því að segja, að ég hefi ekki orðið öllu hrifnari af ann-
arri bók. Slíkt þarf heldur ekki að undra, því að vafasamt er að íslenzk kirkja
hafi átt annan meiri kennimann en séra Pál. Í ræðum hans fer saman andríki
og einfaldleiki, mikil speki og hrífandi sannfæringarkraftur, sem er þó oftast
öfgalaus. […] Bókin kom út 1894 og náði talsverðri útbreiðslu um skeið,
[…] Margir aldamótamenn, sem ég hefi kynnzt, minntust hennar með mikilli
aðdáun, en þó hvað mest Jónas Jónsson. Hún var húslestrabókin á æsku-
heimili hans og heyrði ég Jónas oft dást að Páli fyrir mælsku hans og frjáls-
lyndi. Margt finnst mér benda til að Helgidagaprédikanir séra Páls hafi haft
mikil áhrif á aldamótakynslóðina og verið henni herhvöt til frjálslyndis og
framfara.25 [Leturbr. HH]
Sjálfum sagðist Jónasi frá Hriflu (1885–1968) svo frá að móðir hans hafi
lesið húslestur hvern sunnudag sem ekki var farið til kirkju og síðan: