Andvari - 01.01.2017, Side 102
ANDVARI „...BILUÐ TRÚ OG BILAÐUR KRISTINDÓMUR...“! 101
Hann álítr — eins og og Kristr —, að ekki sé unt að benda á ríki þetta með
sleikifingri, þar sem það er ekki staðr, heldr ástand, sem einstaklingurinn
kemst í — ekki með félagsskap undir einskorðuðum lögum, ekki fyrir svipu-
högg eða hundgá, heldr fyrir kraft þeirrar lífsskoðunar, sem vekr það sem gott
er í manninum til heilla fyrir líkamlega og andlega vellíðan einstaklingsins,
þegar í þessu lífi. — Séra Páll er enginn skottu-guðfræðingr. Enn hann sígr á
með hægðinni, talar ekki af sér og hagar orðum sínum þannig, að þau skötu-
hjúin Hroki og Heimska myndu hjaðna niðr af blygðun — ef þau væru eigi
gersneydd allri blygðunarsemi.“103
Hér er guðsríkisboðskapur Páls í Gaulverjabæ dreginn saman með líkinga-
máli fjárbóndans.
Lokaorð
Áhrif og verkan Helgidagaprédikana Páls Sigurðssonar eru auðvitað allt
aðrar þegar nútímaguðfræðingur les þær í beit og í einrúmi en þegar þær
voru lesnar upphátt ein í senn við húslestur eða jafnvel þegar samtímamaður
fann sig knúinn til að lasta þær eða lofa á prenti.
Nútímamanni dylst ekki að predikanirnar boða guðfræði sem vissulega
verður að teljast frjálslynd bæði í lok 19. aldar og nú á dögum. Boðskapurinn
hefur þó virst mun róttækari um aldamótin 1900 en nú. Páll lagði til dæmis
áherslu á að trúarskoðanir fólks ættu að byggjast á sannfæringu þess, sam-
visku, skynsemi og sannleiksást. Vissulega hljóta þessar viðmiðanir að hafa
þó nokkurt almennt gildi. Það kann tæpast góðri lukku að stýra ef trú fólks
stríðir gegn samvisku þess eða sannleiksást. Á einum stað segir Páll þó bein-
línis að engu skuli trúað nema því sem stenst prófraun skynseminnar. Velta
má fyrir sér hvort þar gangi hann ekki of langt, hvort í þessu efni þurfi ekki
einnig að hlýða á tilfinningar, hugboð, innsæi sitt, hefð kirkjunnar og jafnvel
opinberun, svo óljóst sem það hugtak kann að virðast í nútímanum.
Páll var sannfærður um að hann fylgdi fordæmi siðbótarmannnsins
Lúthers í boðun sinni. Honum var hins vegar legið á hálsi fyrir það að hann
þekkti eða kynni ekki hvað lútherskur kristindómur væri eða hefði misskilið
hann. Hann gagnrýndi ýmislegt varðandi starfshætti og fyrirkomulag þjóð-
kirkjunnar á sinni tíð, einkum þó ríkjandi áherslur í kverfræðslu og pre-
dikun hennar. Þar þótti honum gæta um of trúfræðilegs orðhengilsháttar og
bókstafsskilnings á ýmsum fornhelgum höfuðlærdómum kirkjunnar. Hann
hafnaði fæstum af þessum trúarlærdómum þó beinlínis eða gagnrýndi þá
verulega. Í Helgidagaprédikununum skautaði hann frekar framhjá þeim eða