Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2017, Side 103

Andvari - 01.01.2017, Side 103
102 HJALTI HUGASON ANDVARI — sem er raunar meira áberandi — túlkaði þá á mun víðtækari hátt en gert hafði verið og óf þá gjarna saman andlegt og veraldlegt svið lífsins. Í hans huga náðu til að mynda guðsríkis-hugmyndirnar bæði til þessa heims og annars. Í þessu efni andæfði Páll tvíhyggju sem kirkjunni hefur bæði fyrr og síðar hætt til að boða þar sem mikið er gert úr andstæðum efnis og anda, verald- legs og trúarlegs sviðs í samfélagslegum efnum en líkama og sálar eða anda þegar einstaklingarnir eiga í hlut. Þessi tvíhyggja hefur áreiðanlega gert kristna trú fjarlæga og framandi í hugum margra og dregið út áhrifamætti hennar. Nú síðast hefur tvíhyggja af þessu tagi líka verið notuð gegn kirkj- unni sjálfri, hún verið gerð að meira eða minna leyti útlæg af hinu veraldlega sviði og þar með svipt myndugleika á vettvangi hversdagslífsins. Það sem hrífur nútímalesanda og gerir það að verkum að predikanir Páls Sigurðssonar virðast jafnvel eiga erindi við samtíma okkar er að hann hafnar þessari róttæku aðgreiningu á trúarlegu og veraldlegu sviði, sem og andlegri og tímanlegri velferð mannsins. Allt rúmast þetta að mati Páls innan ramma trúarinnar og guðfræðinnar. Hann leit líka björtum augum til framtíðarinnar, vænti alhliða framfara þjóðinni og einstaklingunum til handa, hafði tröllatrú á ungu kynslóðinni. Hann vildi til dæmis stuðla að sem allra bestu uppeldi hennar þar sem meiri áhersla var lögð á frumkvæði og ábyrgð en hlýðni og undirgefni. Þannig kallaði hann áheyrendur sína til virkrar ábyrgðar á sinni eigin velferð og annarra. Páll blandaði sér því í þjóðfélagsmál samtíðar sinn- ar og leit á kristindóminn sem tæki til að efla bæði samfélag og menningu. Rauði þráðurinn í Helgidaga­prédikunum Páls Sigurðssonar var bjartsýn og félagsleg framtíðarsýn. Hann vænti komu Guðs ríkis sem náði til manns- ins alls sem andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar veru. Það er athyglisvert að þennan boðskap flutti hann söfnuðum sínum og síðar lesendum á tíma- bili þegar þjóðin átt enn í hörðu stríði við náttúruna og bjargarleysi blasti oft við á hörðum vorum. Því má líta svo á að Páll boði umhverfisbundna (e. contextual) guðfræði í íslensku bændasamfélagi við óblíðar ytri aðstæður. Boðskapur hans rúmast því ágætlega í einu af lykilorðum allrar kristinnar guðfræði — það er Von. Tvennt kann að valda miklu um dómana sem Páls-postilla fékk. Annað er að 1888 var gefin út páskaræða eftir hann sem aðeins var nefnd í framhjá- hlaupi í þessari grein. Þar gagnrýndi hann kenninguna um eilífa útskúfun á mun beinskeyttari hátt en hann gerði í ræðunum sem síðar rötuðu inn í bókina. Viðbrögðin við þessari ræðu virðast hafa smitast nokkuð yfir á hug- vekjusafnið sem kom út nokkrum árum síðar. Þá galt postillan þess hugs- anlega að tveir helstu andmælendur hennar voru mótaðir af aðstæðum í Ameríku og dæmdu hana út frá viðhorfum sem höfðu orðið til þar. Sá þriðji var svo á þessum tíma undir áhrifum dönsku heimatrúboðshreyfingarinnar og brást við postillunni í anda þess.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.