Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 114

Andvari - 01.01.2017, Page 114
ANDVARI ÍSLENDINGASÖGUR Í MÓTUN 113 Allar þessar útgáfur frá 1856 til 1884 eru útgáfur stakra sagna. Engin heildarútgáfa Íslendingasagna er prentuð á Íslandi fyrir 1890 og raun- ar ekki heldur í Kaupmannahöfn þó að heitið Íslendingasögur hafi verið notað þar nokkrum sinnum á 19. öld á safnútgáfur 5-7 sagna. Ýmsar þær Íslendingasögurnar sem mest var um rætt á 20. öld höfðu raunar enn ekki verið prentaðar á Íslandi árið 1890, til að mynda Hrafnkelssaga Freysgoða og Fóstbræðrasaga,19 sem kann að sæta tíðindum í ljósi þess hve fyrirferðar- miklar Íslendingasögur urðu í fræðilegri umræðu um íslenskar miðaldabók- menntir á 20. öld – og raunar ekki síst þessar tvær sögur. Það má því segja að útgáfuhefð Íslendingasagna sé enn tiltölulega lítt fastmótuð árið 1890 og eitt af því sem enn virðist ekki liggja fyrir er end- anlegur fjöldi þeirra sagna sem ættu heima í heildarútgáfu flokksins. Allir flokkar eru skilgreindir af þeim einstöku persónum eða hlutum sem heyra hópnum til. Um 1890 er vart hægt að segja að það sé alveg komið á hreint nákvæmlega hvaða texta beri að telja til Íslendingasagna. Árið 1890 er hin fræðilega umræðuhefð um sögurnar þannig enn í mótun. Engin yfirlitsrit eru enn til þar sem skilgreint er hvaða sögur teljist til Íslendingasagna en árin 1894-1902 kom svo út áhrifamikil bókmenntasaga Finns Jónssonar (Den oldnorske og oldislandske Litteraturs Historie) hjá Gad í Kaupmannahöfn. Þar birtist okkur nokkurn veginn sami flokkur og enn er skilgreindur sem Íslendingasögur („De gamle slægtsagaer“) en að vísu ekki í einu lagi því að Finnur gerir greinarmun á þeim sem hann telur sögulegar (flestallar sögurnar) og þeim sem séu tilbúningur („opdigtede sagaer“) en það eru fáeinar „unglegar“ sögur, s.s. Harðarsaga, Finnbogasaga, Þórðarsaga hreðu, Víglundarsaga, Króka­Refssaga og Bárðarsaga.20 Í þessum yngri sagnaflokki eru einmitt margar þær sögur sem Björn Markússon hafði gefið út á Hólum árið 1756. Fyrir daga Finns voru sárafá yfirlitsrit um íslenskar miðaldabókmenntir sett saman en þó má nefna hið gagnmerka rit Peter Erasmus Müller síðar biskups á Sjálandi (1776–1834), Sagabibliothek med Anmærkninger og ind­ ledende Afhandlinger sem hafði talsverð áhrif á skilgreiningu og afmörkun fornaldarsagna Norðurlanda, eins og Philip Lavender hefur nú dregið fram.21 Fyrsta bindi þessa rits kom út árið 1817 og þar er fjallað um rit um íslensk efni. Sögurnar 35-40 sem alla 20. öld voru flokkaðar sem Íslendingasögur eru þar innan um Íslendingaþætti, Íslendingabók Ara, Landnámabók, bisk- upasögur og sögur Sturlungu. Fyrir utan þær sögur sem enn má finna í yfirlitsritum um fornsögur fékk Ármannssaga að fljóta með hjá Müller en hennar er að engu getið í bók- menntasögu Finns eða síðari yfirlitsritum um Íslendingasögur. Halldór Jakobsson sýslumaður (1735–1810) hafði gefið hana út í Hrappsey árið 1782 og hún var aftur gefin út á Akureyri árið 1858.22 Ef hún væri talin til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.