Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Síða 124

Andvari - 01.01.2017, Síða 124
ANDVARI ÍSLENDINGASÖGUR Í MÓTUN 123 Lock, 1997). Ein áhugaverð niðurstaða hans er að margar svokallaðar „lygisögur“ reynast finnast í fleiri íslenskum handritum en sjálfar Íslendingasögurnar og þar á meðal 19. aldar handritum. Eins og Driscoll segir: „The discovery of the Íslendingasögur is relatively recent, not really beginning until well into the nineteenth century“ (Unwashed Children, 31). 5 Þetta er í svipuðum anda og nýleg ritgerð Jóns Karls Helgasonar í seinasta bindi þjóðhátíðarútgáfu Íslandssögunnar, Sögu Íslands XI (Reykjavík, 2016) sem hann nefnir „Burðarvirki íslenskar nútímamenningar“ (bls. 317–410). Þannig er sjónum beint að „bakjörlum“ menningarinnar fremur en listamönnunum sjálfum, mönnum eins og Sigurði Kristjánssyni. 6 Þessi rannsókn er sjálfstætt framhald af bókinni Íslendingaþættir: Saga hugmyndar, Studia Islandica 63 (Reykjavík, 2014) þar sem beint er sjónum að áhrifum alþýðlegrar bókaútgáfu (ekki síst útgáfu Sigurðar Kristjánssonar) á tilurð Íslendingaþátta sem bók- menntagreinar. 7 Seinni bókin (söguþættirnir) var ljósprentuð í Reykjavík 1967 í ritröðinni Íslenzk rit í frumgerð með inngangi eftir Ólaf Pálmason. Halldór Eiríksson (1707–1765) var þá prentari á Hólum. Sama ár hafði Björn gefið út Þess svenska Gústav Landkróns og þess engelska Bertholds fábreytilegir Róbínsons eður lífs og ævisögur í þýðingu síra Þorsteins Péturssonar (1688–1754). Sjá nánar Svanhildur Gunnarsdóttir, „Þýddir reyfarar á íslenskum bókamarkaði um miðja 18. öld,“ Ritmennt 8 (2003), 79–92. 8 Eflaust hefur einhverjum bókmenntafræðingum sem er umhugað um bókmennta- greinar líka þótt vandræðalegt að telja Ölkofraþátt til annarrar bókmenntagreinar en Bandamannasögu í ljósi þess að þetta eru tvær gerðir sömu sögu. 9 Þessar bækur voru þrátt fyrir trega sölu helsta dæmið um Íslendingasögur í almannaeigu í dánarbúum 1750–1830, sjá Sólrún Jensdóttir, „Books Owned by Ordinary People in Iceland 1750–1830,“ Saga­Book 19 (1975–6), 264–92. 10 Þessi aðferð er notuð í enska spurningaþættinum Pointless (á dagskrá BBC síðan 2009) sem er vitaskuld fyrst og fremst til afþreyingar en veitir samt allnokkrar upplýsingar um hverju venjulegt fólk man eftir í fljótu bragði. 11 Sjá m.a. grein Einar Ólafs Sveinssonar, „Íslendingasögur,“ Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder fra vikingetid til reformationstid 7 (1962), 496–513, þar sem „unglegu sögurnar“ (taldar frá 14. öld) eru álitnar afurð hnignunarskeiðs sagnanna. 12 Um hann, sjá m.a. Jón Hnefill Aðalsteinsson, „Íslenski skólinn“, Skírnir 165 (1991), 103–29. „Íslenski skólinn“ rekur rætur sínar til Björns M. Ólsen (1850–1919) en meðal helstu forvígismanna hans voru Sigurður Nordal (1886–1974), Einar Ólafur Sveinsson (1899–1984) og aðrir útgefendur ritraðarinnar Íslenzkra fornrita (gefin út af Hinu íslenzka fornritafélagi sem stofnað var árið 1928) en þar komu Íslendingasögurnar út í þrettán bindum frá 1933 til 1991 og er sú ritröð eflaust eitthvert merkasta framlag reykvískra útgefenda til prentunar íslenskra miðaldabókmennta. 13 Þær eru 39 hjá Vésteini Ólasyni í Íslenskri bókmenntasögu, 2. bindi (Reykjavík 1993), bls. 42. Hann tekur með Færeyinga sögu, Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða en ekki Ölkofra þátt eða Þorsteins þátt stangarhöggs. Í 20. aldar yfirlitsritum var til siðs að telja Íslendingaþætti sjálfstæða bókmenntagrein en í helstu útgáfum tímabilsins (t.d. Íslenzkum fornritum) eru þættir og sögur gefnir út saman og þá oft miðað við helsta sögusvæðið (sbr. heitin Borgfirðinga sögur, Vestfirðinga sögur, Eyfirðinga sögur og Austfirðinga sögur á 3., 6., 9. og 11. bindi Íslenzkra fornrita). 14 Árið áður (1855) hafði Einar prentað Sex sögu­þætti sem Jón Þorkelsson gaf út (endurpr. í Khöfn árið 1895). Meiri varð Íslendingasagna- og Íslendingaþáttaútgáfa Einars ekki en hann prentaði hins vegar 13 riddarasögur og sjö rímnaflokka milli 1852 og 1886.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.