Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 151

Andvari - 01.01.2017, Page 151
150 PÁLL BJARNASON ANDVARI Heimspekingurinn ungi, sem talaði um ástir Jónasar, var Ágúst H. Bjarnason (1875-1952), síðar prófessor, mikilvirkur fræðimaður og rithöfundur. Hann birti aldrei efni fyrirlestrarins á prenti en handrit hans varðveittist með öðrum óflokkuðum gögnum sem afkomendur Ágústs héldu til haga. Sonarsonur hans og alnafni, grasafræðingur, hóf nýlega að flokka efnið sem fyllti marga pappakassa, rakst þá á handritið og var svo vinsamlegur að ljá mér það. Nafn höfundar er ekki á handritinu, en rithöndin bendir til Ágústs og tilefnið kemur skýrt fram í lokaorðunum. Upphaf handritsins er þannig, stafrétt: Kæru áheyrendur! Ekki ætla jeg að tala um skáldið Jónas Hallgrímsson heldur lítilsháttar um manninn sjálfan. Nokkuð er nú frá því liðið að Jónas lifði, full 50 ár, og sagnir af æfi hans þessvegna farnar að verða óljósar, hafi þær verið nokkrar. Jónas var svo dulur maður að hann sagði fátt af högum sínum; jeg hef því lítið annað að bera á borð fyrir yður hjer en munnmæli þau, sem lifað hafa í minnum ein- stakra manna og eru því mörgum kunn af afspurn. En það sem jeg aðallega ætla að tala um, eru ástir Jónasar Hallgrímssonar. _________ „ _________ Prestur nokkur var að flytja sig búferlum norður í land úr Rvk að taka þar við brauði. Hann hjet G. og hafði lengi verið skrifari hjá Geiri biskupi. Nú tók hann prestskap og var þá um fimtugt. Hann átti eina dóttur barna, Þ. að nafni; var hún með í förinni og átti að verða ráðskona hjá föður sínum, þó hún væri þá aðeins 16 ára að aldri. Þetta var um hásumar, er hann flutti norður. Höfðu þá skólapiltar frá Bessastöðum slegist með í ferðina, og einn þeirra, er var rúmlega tvítugur, var um það bil útskrifaður eða að útskrifast úr skóla. Það var Jónas Hallgrímsson. Fátt segir af einum og enda af tveimur, þegar um ástir er að ræða, en svo mun þeim Jónasi og dóttur prests hafa verið farið, að þau felldu hug hvort til annars. Hefir svo sagt mjer frænka [fyrst skr. hálfsystir, en strikað yfir] stúlk- unnar. Þau munu hafa lofast hvort öðru þá í ferðinni, en það ráð tókst ekki, því faðir stúlkunnar var því andvígur. Þótti honum vera farið að bera á staðleysi hjá Jónasi, og áleit þetta því ekki glæsilegan ráðhag til handa dóttur sinni. Hún var síðan gipt hálft um geð presti einum, sjera H..., en það sagði hún, að hún mundi hafa getað unnað Jónasi alla tíð, hefðu þau fengið að njótast, og þegar hún las kvæði hans „Ferðalok“ í Fjölni mörgum árum síðar, lagðist hún upp í rúm og grjet. Höfundur skammstafar nöfn Þóru, sr. Gunnars föður hennar og sr. Halldórs Björnssonar, en hvorki Jónasar né Geirs biskups. Nú er ekki vitað hvort hann nefndi nöfnin í upplestri, en líklegt má telja að hann hafi haldið sumum nöfnum leyndum af tillitssemi við nákomna. Af sömu sökum hefur hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.