Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 161

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 161
160 AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR ANDVARI bliver ikke skilt. Ákveðin þemu ganga aftur í verkum hennar; skilnaður, stríðshrjáð lönd, útlimir sem vantar, foreldralaus börn, rangfeðruð börn, fólk sem situr óvænt uppi með börn, getnaður, trúarleg tákn og ekki síst karl- mennska og kvenleiki – en þar setti Afleggjarinn strax tóninn. Auður Ava hefur sjálf lýst þeirri bók sem „óði til karlmannsins“ og könnun á karlmann- legri viðkvæmni og markalínunni milli kynjanna.6 Auðvelt er að sjá sömu áherslur í aðalkarlpersónunum í Ör, Jónasi og nágranna hans Svani, sem báðir þjást, Jónas vegna skilnaðar og þeirrar vitneskju að Guðrún Vatnalilja sé ekki hans barn, Svanur vegna ástandsins í heimsmálum. Þetta er meg- inás sögunnar – þar mætast hin innri þjáning hverrar manneskju og miklar heimssögulegar hörmungar sem kliða í fjölmiðlum sem ógnandi bakgrunn- stónlist hversdagsins. Með því að kasta sér út í óvissuna í stríðshrjáðu landi myndar Jónas tengingu þar á milli; á sama tíma og hann vinnur úr sinni eigin, persónulegu sorg fylgist hann með eftirlifendum stríðs vinna úr sinni sorg, gerir hana að sinni og tekur þátt í að byggja upp á rústunum. „[Það] er engin þjáning banal“, sagði Auður Ava í áðurnefndu viðtali á Rás 1. Ekki sé hægt að tala um þjáningu landa og þjóða því þjáningin sé alltaf einstaklings- bundin.7 Fólkið sem Jónas kynnist eftir að út er komið hefur hvert og eitt sín persónulegu ör, eins og hann sjálfur, og hver og ein manneskja þarf að vinna úr sínu áfalli. En hvernig kemst maður yfir stríð, misþyrmingar, skilnað, dauða eiginmanns, dótturmissi? Tráma, þögn og skriftir Ein af aðferðum Jónasar er að lesa aftur gamlar dagbækur; þegar veröld hans hrynur reynir hann að púsla saman frásögn af fortíðinni sem getur varpað einhverju ljósi á það sem hefur gerst. Honum reynist þó erfitt að tengja við sitt unga sjálf sem hann les um á síðum dagbókanna. Hann talar lítið sem ekkert við aðra um það sem hann hefur gengið í gegnum – hefur enda alltaf verið fáorður maður – en það sama gildir um aðra sem hann kynnist á Hótel Silence, þar á meðal ungu konuna Maí sem rekur hótelið ásamt bróður sínum Fífí. „Og yfir öllu ríkir þögnin, þögnin“, vitnar Auður Ava í Stein Steinarr (79) og leitar þannig, eins og svo margir aðrir, í skrif annarra höfunda um sorgina.8 Því skrif um sorg og þjáningu virðast hafa það einkenni að teygja út anga sína, finna þræði sem aðrir hafa spunnið, flétta þá saman við sína, tengja saman í trosnað og gloppótt sorgarnet. Eitt af því sem er áberandi í frásögnum fólks af áföllum og sorg er að tungumálið dugar ekki til að tjá reynsluna. „Intet sprog muligt“ skrifar danski höfundurinn Naja Marie Aidt í bók um dauða sonar síns:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.