Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 8
VAIíA 1. árgangur . 1. ársfjórdungur
VAKA
tímarit um þjóðfélags- og menningarmál,
kemur nú fyrir almenningssjónir ífyrsta sinn
VAKA er óháð einstökum stjórnmálaflokkum, en nýtur stuðnings ýmissa
nafnkunnra manna, sem annað hvort skipa sér í þrjá stærstu stjórn-
málaflokka þjóðarinnar eða eru hlutlausir um stjórnmál.
VAKA nýtur trausts og stuðnings fjölda margra æskumanna, karla og
kvenna, víðsvegar um landið. Enda skoðar hún sig fyrst og fremst
sem málgagn unga fólksins.
VAKA hefir markað sér stefnu í aðaldráttum. Sú stefna hefir verið birt
í boðsbréfi ritsins og auk þess er gerð fyrir henni nokkur grein í
ávarpsorðum hér á eftir. Vaka mun ávallt ræða vandamálin með
hagsmuni allrar þjóðarinnar fyrir augum. Sjónarmið almennings
í landinu eru sjónarmið Vöku. Hagsmunir einstakra stjórnmála-
flokka sníða henni ekki stakkinn.
VAKA hefir mætt góðum viðtökum. Áskrifendur hennar eru þegar orðnir
hátt á annað þúsund. Þjóðin hefir skilið og metið að verðleikum
þá viðleitni að gefa út óháð tímarit, sem ræði höfuðvandamál
samtímans, þjóðfélags- og menningarmál, á víðara vettvangi en
málgögn stjórnmálaflokkanna gera.
VAKA birtir á næstunni ýmislegt úrvalsefni, bæði þýtt og frumsamið. í
næstu hefti ritsins skrifa m. a. Agnar Kofoed-Hansen flugmaður,
sr. Björn O. Björnsson, Ingimar Jónsson skólastjóri, Jón Eyþórsson
veðurfræðingur, Jón Pálmason alþingism., Jónas Jónsson alþingism.,
Pétur Ottesen alþingism. og Runólfur Sveinsson skólastjóri.
VAKA fær nýja áskrifendur á hverjum degi. Þið, sem enn hafið ekki gerzt
áskrifendur, ættu að athuga hvort ekki muni ástæða til fyrir ykkur
að gerast það. Aftar í þessu hefti er eyðublað, þar sem nýir áskrif-
endur geta ritað nöfn sín.