Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 14

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 14
VAKA 1. árgangur . 1. ársfjórdungur séu að líða undir lok, heldur hitt, að lýðræðið er eins og eikin, sem er lengi að vaxa. Og ef það hefir djúpar rætur í fortíðinni, þá stendur það af sér fárviðri. Lýð- ræðinu er bezt likt við tré. Það vex og styrkist eftir lögmálum lífsins og nær háum aldri. Einveldið er ekkert nýtt fyrir- brigði í sögu mannkynsins, þó að ýmsir liti á það nú sem nýja opinberun. Það er margreynt, bæði kostir þess og gallar. Flestar þjóðir hafa verið, og eru margar enn, á því þroskastigi, að þeiu? hentar ekki annað stjórnskipu- lag. Þegar félagsþroskinn er lítill, þá þarf her til að skapa sam- heldnina, og verður þá að jafnaði hershöfðinginn þjóðhöfðingi. Þá eru aðrar þjóðir, sem að vísu geta búið við lýðræði í góðæri og á friðartímum, en 'hverfa til ein- ræðisins strax og eitthvað á bját- ar. Um það eru dæmin nærtæk. En þroskamerki er þetta ekki. Og því síður stafar það af því, að einræðið veiti meira öryggi en rótgróið lýðræði. Einræðið er stopult af því að það byggir um of á einum. Sá maður, sem fyrstur ryður sér braut upp í hásæti einræðisins, er allajafnan mikilmenni frá ein- hverju sjónarmiði, þó að ekki sé þar með öruggt, að hann reynist þarfur þjóð sinni. En hvað skal hann lengi lifa? Ein byssukúla getur gert enda á æfi hans eins og 8 punktur sé settur í miðri setn- ingu, og hvað tekur þá við? Og jafnvel þó hann verði sóttdauður, er óvissan hin sama. Hver á að velja eftirmanninn? Eða er nokk- ur til, sem geti farið í föt frum- herjans? Á hver nýr einræðis- herra að útnefna sig sjálfur með síendurteknum blóðsúthellingum? Ríkiserfðir tíðkast ekki lengur nema í valdalausum konungsætt- um. Einræðisherrar hafa jafnan reynzt máttugri í öðru en því, að ala sér upp eftirmann, enda er slíkt uppeldi vandkvæðum bund- ið, og það ekki sízt fyrir þá, sem engan sinn líka geta vitað ofan jarðar. Þetta er önnur áhætta ein- ræðisskipulagsins, að oddviti þess á engan sinn líka. Það hefir fleirum orðið en Alexander mikla að ofmetnast. Einræðisherrann talar, og þegn- arnir verða að hlusta, hann skipar og þeir hlýða. Hver aðfinnsla er afbrot og óhlýðni glæpur. Hann er alvitur og óskeikull. Hið nán- asta lið heldur uppi þrotlausum áróðri til að mikla foringjann í augum fólksins. Honum má aldrei misheppnast. Hann er hetjan, sem verður að halda út í gegn um allan ,,rómaninn“. Það hefir stundum þurft minna til að gera mann vitlausan! í þessu efni er reginmunur á oddvitum lýðveld- is og einveldis. Forsætisráðherra er maður með mönnum. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.