Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 17
í. árgangur . í. ársfjórðungur VAKA
Ciiuðniundur Ingi lirisí jánsson :
Utan iii' löiicliini
Um Spán geisar styrjöldin ár eftir ár.
Á öikrum og strœtum er blóð.
Og sundurpykk gengur í fár eftir fár
í flokkum hin örlynda þjóð.
Og andstœður mœtast á öllum sviðum
með ofsa og hatur frá báðum hliðum.
Á spítala er skotið og skólahús brennd '
og skemmt þar, sem engin er vörn.
Úr loftinu er kveljandi kúlnahríð send
á konur og leikandi börn.
Hið brennandi ofstæki öfgamannsins
er éldur, sem geisar í velferð landsins.
Á titrandi bláþræði heimsfriður hélzt.
En hœttan í loftinu býr,
hún ógnar, hún hikar, hún hrœðist, hún dvélst
og hugum tíl Súdeta snýr.
Sem heimsstyrjöld ný fyrir höndum væri
er horft á þau tékknesku landamœri.
Á stórþjóðir einrœðis okið er lagt,
sem illa með sálirnar fer.
Frá Rússum og Þjóðverjum satt er oss sagt,
þeim sannfœring lögboðin er.
Um flest er svo komið, að fólki má banna,
ef fjötur er lagður á skoðun manna.
11