Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 20

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 20
VAKA 1. árgangur . 1. ársfjórdungur þangað, sem bær Ingjalds hafði staðið, þá eru þar aðeins eftir tóttir vallgrónar, og Berurjóðrið allt i auðn. Var þar hvarvetna blásin jörð, er þá var blómguð vel er Oddur var þar fyrr. Snýr nú Oddur aftur til strandar, en þá varð fyrir honum hrosshaus einn ákaflega skininn og fornlegur og allur grár utan. „Hvort mun nú þar liggja haus. inn Faxa,“ segir Oddur og stingur til hans með spjótskafti sínu. En þá brá svo við, að undan hross- höfðinu hrökktist naðra, og högg- ur 1 fót Oddi, svo þegar lýstur í eitri, og blés upp allur fóturinn, og lézt Oddur af því meini. Þegar ég hugsa um sögu og ör- lög Örvar-Odds, sem ungur yfir- gaf Berurjóður æskustöðva sinna og lét það blása upp og fara í auðn, og hlaut bana af þeirri vanrækslu, þá virðist mér, að sú frásögn geymi í raun og veru sí- gildan sannleika og holla áminn- ing og hvatning til allra tíma. Hin forna spá völunnar geymir í raun réttri eitt af þeim lögmálumí, sem ætíð gildir bæði í lífi einstaklinga og þjóða. í hverri Paradís er fal- inn höggormur, og í hverju Beru- rjóðri er hulin eitruð naðra, naðra, sem kemur í ljós, bítur og veitir skaðvæn sár, ef Berurjóðrin eru vanrækt, ef hætt er að unna þeim og hirða um þau, ef þau, sem áður gáfu gróður og skjól, eru látin blása upp og fara í auðn. Þá gæg_ 14 ist Faxahöfuðið örlögþrungið, skinið og grátt upp úr hinum van- hirta og yfirgefna reit. Oft hefir mér fundizt, að hinni íslenzku þjóð svipi einkennilega mikið til Örvar-Odds. Hún er kynstór, eins og hann. Hún á af- burða hæfileika eins og hann. Og hún hefir á horfnum öldum, ekki síður en hann, barizt við finn- gálkn og tröll, barizt við ógnir elds og ísa, drepsótta og harðæris, og gengið með sigur af hólminum. Og eins og Örvar-Oddur þótti hvarvetna mestur, er þá kom hann, þannig er þess og einnig gott að minnast, að íslendingar hafa löngum og yfirleitt getið sér sóma og frægð, þar sem þeir hafa komið með öðrum þjóðum. Og íslenzk þjóð hefir unnið sín afrek ekki síður en Örvar-Oddur, þó á öðrum sviðum sé, og getið sér fyrir þau frægð og viðurkenn- ing, sem farið hefir of heim allan. Á ég þar sérstaklega við forn- bókmenntir vorar og varðveizlu tungunnar, sem hvort tveggja hefir varpað ljóma yfir land og þjóð í áugum hins melnntaða heims. En á þá ekki þjóðin líka veilur Örvar-Odds? Hefir henni ekki löngum hætt til að vilja fremur lifa af ránsfeng en ræktun síns heimalands? Og hefir henni ekki oftar en skyldi orðið það á að van- meta og vanrækja sín Berurjóður í fleirum en einum skilningi, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.