Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Side 22
VAKÁ 1. árgangur . 1. ársfjórdungur
— þegnanna allra. Bregðist þær
stoðir byrjar einnig þetta Beru-
rjóður að blása upp, unz á ný
gægist upp Faxahöfuðið, og naðr-
an bítur frelsið í hel. Eins og
hverju heimili er það nauðsynin
stærsta, að allir heimilismenn
finni að þeim sé það hið dýrmæta
Berurjóður, sem þeir eigi sameig-
inlega að hlúa að og verja köldum
næðingum, eins og hverju bæjar
og sveitarfélagi er það höfuðskil-
yrði til vænlegs þroska og far-
sældar, að fólkið líti á það sem
sameiginlegt Berurjóður, sem
skylt sé og ljúft að efla og vernda,
þannig er einnig, og ekki síður,
meginskilyrðið fyrir þrifum og
þroska þjóðfélagsins sjálfs og um
leið stærsta sporið til að varð-
veita þjóðfrelsið, að þegnarnir
reynist þjóðheildinni hollir og
trúir, skilji það og finni að hið
unga íslenzka ríki er og á að vera
Berurjóðrið, sem sameinaðir
kraftar allra eiga að vernda og
styrkja, en ekki sá hvalskrokkur,
er allir eigi að keppast um að
skera af sem vænsta bita handa
sjálfum sér, unz ekkert er eftir
nema kroppuð og skinin beina-
grindin.
Trú vor, tunga og menning eru
líka Berurjóður. í þeim rjóðrum
hefir þjóðin fundið skjól í mörg-
um næðingum horfinna alda. Og
að þeim hafa löngum hlúð margir
okkar ágætustu menn, enda hefir
í skjóli þeirra vaxið þróttmikill
16
og kjarnaríkur gróður. Þeim
gróðri verður hver kynslóð að
skapa vaxtarskilyrðin, ef vel á að
fara, því að hver sú þjóð, sem
vanrækir Berurjóður andans og
lætur þau kala og blása upp, hún
má búast við því, að nöðrur bíti
kynstofninn fyrr en varir, svo að
eitrið smjúgi merg og bein.
Hér að framan drap ég lauslega
á hinn öra vöxt kaupstaða og
sjávarþorpa á kostnað sveitanna.
Og á mölinni við sjóinn er nú að
skapast ný menning við ný skil-
yrði, menning, sem enn á grunn-
ar rætur og enn er óráðin að
verulegu leyti. Um þá ungu
menningu blása nú vindar af
hafi úr ýmsri átt. En vindarnir
gjöra það tvennt, ýmist að bera
með sér ný fræ frá fjarlægum
stöðum, flytja ferskan og hress-
andi blæ, eða þeir gjöra hitt, að
blása burt jarðveginum og eyða
gróandanum einkum ef rætur
standa ekki djúpt og jarðvegur er
þunnur og grunnt á möl. Forfeð-
ur vorir, landnámsmennirnir,
fluttu með sér mold úr Berurjóðr-
um sinna fornu átthaga yfir haf-
ið til sinna nýju heimkynna. En
hafa þeir, sem nú hafa flutt úr
Berurjóðrum sveitanna niður á
mölina við sjóinn — hafa þeir
flutt gróðurmoldina með sér að
heiman? Hafa þeir lagt nægilega
stund á að vernda tengslin við
sveitirnar og hina fornu þjóðlegu
menningu? Og hafa þeir, sem enn