Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 24
VAKA i. árgangur . 1. ársfjórðungur
UmliugKimarefiii
Fögur kona gleður augað, góð kona gleður hjartað.
Sú fyrri er gimsteinn, hin síðari fjársjóður.
Napoleon.
Enginn missir er jafn sár — og jafn skammær —
eins og missir konu, sem maður elskar.
Vauvenargues.
Konan er aldrei fyllilega ánægð, ef karlmaðurinn er
ekki ofurlítið afbrýðissamur. Afbrýðisemi hans getur
að vísu gengið of langt, og konunni fundizt hún við-
bjóðsleg, en frá hennar sjónarmiði er ástin ekki full-
komin án afbrýðisemi. George Moore.
Ef kona er ekki í skapi til að kyssa, hlýtur hún að
vera veik. Richard King.
Konur gefa ávallt meira en þær lofa.
Louis Desnoyers.
Þegar kona giftir sig öðru sinni, stafar það af því,
að hún fyrirleit fyrri manninn. Þegar karlmaður kvæn-
ist öðru sinni, stafar það af því, að hann tilbað fyrri
konuna. — Konan leitar hamingjunnar, karlmaður-
inn hættir henni. Oscar Wilde.
Fögur kona er paradís augnanna, helvíti sálarinnar
og hreinsunareldur pyngjunnar. Fontenelle.
Engin kona eignast sjálfstraust fyrr en hún hefir átt
unnusta. Churton Collins.
18