Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Side 25

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Side 25
/. argangur . 1. drsfjórðungur VAKA Hallgríuiur .lóuasson: Hvað híðiu* Suðui' - J áílands ? egar landamærakröfur Hitlers á hendur Tékkum stóðu sem hæst fyrir skömmu síðan, og öll Evrópa stóð á rjúkandi hengiflugi styrjaldaræðisins, gáfu nazistar í Þýzkalandi út þann boðskap til þýzklundaðs fólks í Suöur-Jót- landi, innajn landamæra Dan- merkur, að þar skyldi komið á hópfundum til samúðar við Sú- det-Þjóðverja þá, sem Hitler heimtaði undir sín yfirráð. Til- gangurinn var auðvitað sá, að undirbúa jarðveginn, til þess að gera svipaðar kröfur á hendur Dönum um afhendingu Suður- Jótlands. Þessum kröfufundum var að vísu komið á í nokkrum bæjum landsins, en þeir urðu svo fá- mennir, að ekki hefir einu sinni þótt taka því að geta þeirra í op- inberum fréttum. En með þessum boðskap sunnan úr þriðja ríkinu, þóttust ýmsir kunnugir sjá fyrir- boða þess, er verða myndi um framtíðarörlög Danmerkur, eða jafnvel Norðurlanda allra. Á furðu skömmum tíma er far- sæld og sjálfstæði þriggja ríkja brotin í rústir og þau ýmist að fullu eða mestu hneppt undir vopnavald erlendra stórríkja. Og í tveimur öðrum geisa stórir inn- rásarherir erlendra stórvelda með þeim ásetningi að tortíma sjálf- stæði þeirra. Þessi fimm ríki hafa öll verið meðlimir Þjóðabanda- lagsins og áttu skýlausa kröfu á vernd þess og fulltingi, án þess þó að hafa notið þaðan nokkurs þess, er þeim mætti að verulegu gagni koma í baráttu sinni við ofureflið. Það var því ekki að furða, þótt boðskapurinn til suður-józku nazistanna um það, að gera kröfu til landamærahéraða Danmerkur, vekti óhug um gervöll Norðurlönd. Menn spurðu sjálfa sig og aðra, hvort nú væri komin röðin að Norðurlöndum um það, að leggja álitlega fórn á blótstall einræðis- ríkjanna, með afsali landa og lýðs. „Þegar við verðum stór, tökum 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.