Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 29

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 29
i. árgangur . 1. ársfjórdungur VAKA áróðurstæki, sem beitt verður þar i þágu nazismans. Nú eru þeir milli fimmtíu og sextíu talsins, auk opinberra þýzkra barnaskóla, sem eru þrjátíu og tveir. Mér hefir verið það stöðugt undrunarefni, hvert sinn, er ég hefi heimsótt Suður-Jótland, hví- líkt frjálslyndi — að ég ekki segi gáleysi — dönsk stjórnarvöld sýna gagnvart þessum minni- hluta. Á ég þar einkum við fyrir- komulag skólamálanna. Mig hefir stórfurðað, að stjórnarvöldin skuli leyfa, að börn og unglingar, sem eru danskir ríkisborgarar, sæki skóla, er enga skyldu hafa til að kenna þeim móðurmál þjóðarinn- ar, sem þeir tilheyra, eða þá hitt, að leggja ríflegar fjárhæðir til fræðslustofnana, er innræta nem- endur sínum þann hugsunarhátt, sem liggur til grundvallar orðun- um: „Þegar við verðum stór, tök- um við Suður-JótlancL með valdi." Við þessum athugasemdum mínum hafa jafnan verið goldin þau svör, að öllum þýzksinnuðum börnum væri raunar kennd danska, vegna þess að það væri óhjákvæmileg nauðsyn. Án þeirr- ar kunnáttu gætu þau sem sé ekki keppt um störf og stöður í landinu til jafns við jafnaldra sína og meðborgara. Og hvað hina fjöl- mörgu þýzku einkaskóla snerti, þá sé þeirrar staðreyndar að gæta, að þrátt fyrir allan þjóðernisleg- an áróður, fari þeim nemenda- fjölda fækkandi, sem sæki nám til þýzkra skóla. Það var og eitt aðal umkvörtunarefnið á síðasta aðal- móti þýzksinnaðs fólks á þessum svæðum. Á einum stað í útjaðri Árósa stendur frábærlega fagur minnis- varði yfir 4000 Suður-Jóta, sem féllu í síðustu heimsstyrjöld. Þeir voru kvaddir í raðir þýzkra her- sveita til þess m. a. að berjast fyrir áframhaldandi drottnun Þýzkalands yfir ættjörð þeirra og sjálfum þeim. Þeir gegndu her- kallinu nær undantekningarlaust, en þeir létu ekki hafa sig til manndrápa. Með óförum Miðveld- anna sáu þessir menn aukna möguleika fyrir uppfyllingu sinna eigin frelsisvona. Þeir skutu ekki á „andstæðingana", heldur fram hjá þeim — af ráðnum huga. Mér er jafnan í minni — þegar á þessi mál er drepið — frásaga danskra miðaldra hjóna, sem ég heimsótti í Tönder sl. sumar. Þau höfðu ávallt verið heitir ættjarð- arvinir, og unnið allt, sem þau máttu fyrir föðurland sitt, ekki síður meðan þau bjuggu undir framandi harðstjórn. Daginn, sem herútboðið í Suður-Jótlandi var tilkynnt, árið 1914, ruddist hópur vopnaðra Þjóðverja inn á heimili þeirra og handtók þau bæði. Einkadóttur þeirra, 11 ára gamalt barn, skildu þeir eina eft- ir. En um leið og foreldrar hennar 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.