Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 30
VAKA 1. árgangur . 1. ársfjórðungur
Grásteinshöll, er ríkið keypti fyrir bústað til handa krónprinshjónunum, stend-
ur skammt frá landamærunum á undurfögrum stað milli vatna og hávaxinna
skógarlunda.
voru dregin út úr húsinu, kölluðu
hermennirnir til litlu stúlkunnar:
„Nú förum við með foreldrasvínin
þín út til að skjóta þau.“ Maður-
inn var sendur í herinn, konunni
haldið í fangelsi, en litla stúlkan
fannst í yfirliði á heimili foreldra
sinna, nokkru eftir að þau höfðu
verið flutt brott.
Það þarf ekki að leita út í brjál-
æði hernaðarins, til þess að finna
þvílíka atburði í sögu danska
minnihlutans undir þýzkri stjórn.
En sögu þeirra tíma er ekki hægt
að gera nein skil hér, enda ekki
tilgangurinn. Hinsvegar get ég
vel skilið orð suður-józks vinar
míns, sem féllu fyrir fáum dögum
síðan, er stríðsundirbúningurinn
var sem ískyggilegastur og reynt
24
var að hleypa upp æsingum í
heimkynnum hans:
„Ég veit, að það á ekki að bera
illvilja til neinna manna,“ sagði
hann, „en það er nú svona, að
þegar ég minnist framkomu ná-
búa okkar sunna^n landamær-
anna, fyrr og nú, þá á ég erfitt
með að bæla niður haturstilfinn-
inguna.“
Auðvitað má ekki skilja þessi
ummæli svo, að þarna leiki allt í
stöðugum sennum og óeirðum.
Sambúðin er stórsnurðulítil og
ekki óvinsamleg alla jafna, eins
og áður er getið. En undir niðri
býr kaldrænn þungi og vakandi
varfærni um það, að deila ekki
geði um hóf fram við erindreka og
fylgjendur Hitlers.