Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 32

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 32
VAK A /. árgangur . 1. ársfjórðungur þessara ríkja, annaðhvort algert eða að mestu leyti. Friðurínn er mannkyninu ó- segjanlega dýrmætur. Sumum virðist hann vera svo dýrmætur, að leggja megi allt í sölurnar fyrir hann — nema hagsmuni sjálfra þeirra. Þakkarávörpin, sem rignt hefir niður yfir forsætisráðherra Bretlands fyrir að afstýra styrj- öld með því að lima sundur með kúgunarvaldi lítið, friðsamt og menningarauðugt lýðræðisríki, eru þessa allljós vottur. Og sennilega tekst að halda þessum ,,friði“ um nánustu fram- tíð, ef fórnað er árlega nokkrum smáum, friðsömum lýðræðisríkj- um álfunnar í gin hins stríðshót- andi einræðis. Slík „friðaröld“ getur staðið svo lengi, sem menn- irnir kjósa heldur að lifa í ánauð en hætta lífinu og hagsmununum fyrir frelsið, ekki einungis sitt eigið, heldur og frelsi meðbræðra sinna. Sjaldan eða aldrei hafa smáríki Evrópu, þau sem enn standa eftir, verið í meiri hættu með frelsi sitt og menningu, en einmitt nú. Þessi voði virðist þokast nær og nær Norðurlöndum, sem með margvís- legri frjósemi sinni og menningu eru næsta girnilegt herfang ó- seðjandi stórveldisdrauma ein- ræðisherranna. Suður-Jótland hefir stundum verið kallað norræna hliðið. Og vist er um það, að harla mikilsvert 26 verður það að teljast fyrir Norð- urlandaþjóðirnar, hvernig fer um sambúð þess við hinn hervædda nágranna sinn í suðri. Það er ósegjanlega hörmulegt umhugsunarefni, að þjóðir, sem leitast við að verja kröftum sín- um, vitsmunum og fjármagni til menningar einstaklingunum, í fæstum orðum: til farsæls og þroskandi lífs, geta við þvi búizt, að verða traðkaðar undir járn- hæli annarra þjóða, sem haldið er í fáfræði og ánauð, samtímis því, sem fé þeirra er varið til taum- lausrar framleiðslu hverskonar morðvopna, er hin farsælu, menn- ingarauðugu smáríki standa næsta berskjölduð fyrir. En svona lítur mannlífið út í dag. Hugsunarleysinginn einn getur sætt sig við það — og verið ánægður. 10. okt. 1938. Hallgr. Jónasson. Viðhorf lesendamia Þó að reynt hafi verið að vanda efnis- val og frágang Vöku eftir föngum, má ganga að því sem gefnu, að ýmsum þyki sitthvað miður um hvort tveggja og því á annan veg háttað en vera bæri. —• Út- gefendum Vöku er mjög kært að fá að heyra sem allra flestar raddir, er skýtur upp um þetta. Það eru því vinsamleg tilmæli þeirra til allra lesenda Vöku, að þeir láti uppi álit sitt í þessum efnum, skýri hiklaust frá, hvað þeim þykir ábótavant um efnisskipun og frágang ritsins og geri tillögur um breytingar á hvoru tveggja. — Vaka vill vera í sam- ræmi við vilja og álit lesenda sinna, og væntir aðstoðar þeirra í því efni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.