Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 37

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 37
I. (írgangnr . I. ársfjórdiingnr VA.K.A annað meðferðis en gamla skó- garma, sem hann átti að sóla. Kópekunum tuttugu hafði hann eytt fyrir vodka*). Símon var ekki nægilega vel bú- inn til þess að þola hinn bitra kulda vetrarins. Hann hafði að vísu dúðað sig sem bezt hann gat, meðal annars farið í strigajakk- ann konunnar sinnar innan undir síðjakkann sinn. En þrátt fyrir það hafði hann fundið sárt til kuldans um morguninn. Þegar hann lagði af stað heimleiðis, fann hann hinsvegar ekkert til kuldans. Brennivínið hafði yljað honum öllum. Hann þrammaði eftir veginum, stakk fast niður stafnum sínum, veifaði skógörm- unum umhverfis sig og talaði við sjálfan sig. „Mér er prýðisvel hlýtt“, sagði hann, „enda þótt ég sé ekki í sauðskinnskufli. Ég drakk ekki nema dálítinn sopa, en þrátt fyrir það er sem eldur fari um allar mínar æðar. Ég þarf engan sauð- skinnskufl. Þarna hefi ég verið að fárast út af furðulegum smámun- um. Skárri er það mannsbragur- inn! Ég þarf engan sauðskinns- kufl! Konan verður auðvitað ön- ug. En þetta eru líka vissulega smánarleg kjör. Þó að ég vinni frá morgni til kvölds, hrökkva tekjur mínar aðeins fyrir brýn- ustu lífsnauðsynjum: matnum. •) Rússneskt brennivín. — Þýö. Og þarna borgar mannfýlan mér ekki nema tuttugu kópeka. Hvað get ég gert með tuttugu kópeka? Drukkið þá upp. Jú, það er hið eina, sem ég get með þá gert. Þó á hann hús, búfé og akra, en ég á ekkert nema fatagarmana, sem ég er í!“ Þannig hélt hann lengi áfram að þylja raunir sínar. Þegar hann hafði alllengi gengið, sá hann eitthvað óvenjulegt á veginum framundan, eitthvað hvítt eða að minnsta kosti mjög ljósleitt. Hvað gat það verið? Það var byrjað að skyggja og því illt að sjá langt frá sér. Þegar Símon nálgaðist þetta hrúgald á veginum, sá hann sér til mikillar undrunar, að það var maður, allsnakinn maður, sem húkti á vegarbrúninni. Skósmiðurinn varð mjög ótta- sleginn. Hann hugsaði þegar: „Einhver þorpari hefir myrt þennan ókunna mann, klætt hann úr öllum fötunum og skilið hann síðan eftir hér. Ef ég læt mig þetta einhverju skipta, kemst ég í klípu.“ Hann hélt því áfram og gaf ekki fremari gaum að manninum. Eftir örskamma stund leit hann þó við. Þá sá hann, að maðurinn sat ekki hreyfingarlaus eins og áður, heldur var farinn að brölta eitthvað. Skósmiðurinn varð ennþá hræddari en fyrr. „Hvað á ég að gera?“ hugsaði hann. „Ef ég nálgast þessa kynja- veru, er hún vís til að ráðast á 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.