Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 45

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 45
1. árgangur . 1. ársfjórðungur VAKA hjá Símoni og á líferni hans hafði engin breyting orðið. Nú var kom_ ið á sjötta ár síðan Símon fann Michael á þjóðveginum. Enn var öllum ókunnugt um hvaðan hann hefði komið eða hverra manna hann væri. Michael minnist aldrei á fortíð sína og Símon spurði einskis. Fjölskyldu Símonar þótti vænt um Michael, ekki sízt börn- unum. Þau kölluðu hann ávallt „Michael frænda“, og voru vön að snúa sér til hans með sorgir sínar og gleði. Dag einn, þegar þeir Símon og Michael sátu við vinnu sína eins og venjulega, hrópuðu börnin allt í einu: „Sjáðu, Michael frændi, það kemur þarna kona með tvær litl- ar stúlkur!" Michael lagði frá sér vinnu sína og gekk út að glugganum. Símon var mjög undrandi. Michael var ekki vanur að hætta við vinnu sína, þó að ókunnugt fólk væri á ferð, en nú stóð hann úti við gluggann og starði út. Símon leit einnig út um gluggann. Sá hann þá, að vel búin kona, sem leiddi tvær litlar telpur við hlið sína, var komin heim að kofanum Hún drap nú á dyr og kom síðan inn. Eftir að hafa heilsað og tekið sér sæti, bar hún upp erindi sitt. „Mig vantar skó handa þess- um telpum", sagði hún. „Við getum bætt úr því“, svar- aði Símon. „Við erum að vísu ó- vanir að smíða svona litla skó, en Michael verður áreiðanlega engin skotaskuld úr því.“ Hann leit á Michael, eins og til þess að fá samþykki hans fyrir þessu, en hver getur lýst undrun Símonar, þegar hann sá að Michael var ekki niðursokkinn í vinnu sína eins og venjulega, heldur starði á litlu stúlkurnar tvær. Þær voru að vísu mestu myndarbörn, rjóðar í kinnum, hraustlegar og vel búnar, en Michael var ekki vanur að stara á fólk, enda þótt það kynni að vera myndarlegt eða vel búið. Önnur litla stúlkan var hölt. Meðan Símon var að taka mál af fótum þeirra, spurði hann hvern- ig á því stæði. „Móðir hennar fótbraut hana,“ svaraði ókunna konan. Matryóna hafði virt konuna og telpurnar vandlega fyrir sér og mikið brotið heilann um, hverjar þær væru. Nú notaði hún tæki- færið til að gefa sig á tal við kon- una. „Eruð þér þá ekki móðir þeirra?“ „Nei, kona góð. Þær eru ekkert skyldar mér, en ég hefi gengið þeim í móður stað og alið þær upp.“ „En yður þykir eins vænt um þær eins og þær væru yðar eigin börn?“ „Því skyldi mér ekki þykja vænt um þær? Ég hefði haft þær báð- 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.