Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 55

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 55
I. úrgangur . í. ársfjórdungur VA.KA. Fjandmenn lýðræðisins eru aft- ur á móti þeir, sem láta það þer- ast út í ýmiskonar ógöngur, hversu hátt sem þeir gala um lýð_ ræði, helgi þess og dýrð. Hverjar eru aðalhætturnar, er varast ber í þessum efnum? Góð- ur skipstjórnarmaður verður að glöggva sig vel á þeim boðum og blindskerjum, sem á leið hans eru, og sama er um þá, sem vilja vernda lýðræðið. Auðvitað verður fátt eitt um þetta sagt hér í þessari stuttu grein. En þó má aðeins benda á nokkur þau atriði, sem reynslan virðist sýna að séu sérstaklega hættuleg lýðræðnu. Væri þó ef til vill réttara að orða það þannig, að lýðræðið sé veikast fyrir á þessum sviðum. Má þá fyrst nefna stjórn fjár- málanna. Lýðræðið er þar í mjög mikilli hættu, og meiri en oft er athugað. Það er gömul og viðurkennd staðreynd, að gæði lífsins eru lítt tæmandi, og „þörf“ manna til þessa og hins eykst með getunni til þess að afla sér gæðanna. Sá, sem hefir t. d. 10000 krónur til þess að lifa af á ári, getur átt al- veg eins margar óuppfylltar óskir eins og hinn, sem hefir ekki nema helming þeirrar fjárhæðar til umráða. Og þó að þetta væri hækkað upp í 20000 eða 40000, væru óuppfylltu óskirnar senni- lega engu færri. Það, sem heldur í hemilinn á mönnum að henda ekki pening- um sínum í hvað sem augað girn- ist, er erfiðið við að afla fjárins og hið sífellda mat á því, hvort menn vilji vinna til að fá þetta eða hitt og láta í staðinn af hendi svo og svo mikið af fjármunum sínum. En svo kemur lýðræðið og býður mönnum að eyða án þess að borga. Með kosningarétti og pólitísku valdi geta þeir, sem lítið eiga, eytt miklu — ekki kannske handa sjálfum sér beinlínis — en af al- mannafé, sem svo er kallað. Það er þessi peningahrúga — al- mannaféð — sem er og hefir reynzt lýðræðinu hættuleg. Lýð- ræðinu segi ég, en ekki því einu, heldur hverjum þeim, sem völdin eru fengin. Einvaldarnir fóru líka oft illa með féð, og á því féllu þeir að lokum. Styrjaldir, stórar hallir, hóflaus kostnaður við hirðlíf o. s. frv. sogaði út féð og kallaði smám- saman á byltingarnar. Lýðræðið eyðir yfirleitt í skynsamari hluti og oft mjög þarflega. En það eyðir og eyðir — eyðir meiru en nokk- urt annað stjórnarfyrirkomulag. Fleira og fleira er dregið inn und- ir þess valdasvið. Fjárlög hækka. Skattar þyngjast. Atvinnurekstur verður þrengri, Atvinnuleysi kem- ur. Höft eru sett til þess að hamla móti, en höft mæta höftum, og allt er drepið í dróma. Það þarf þroska til þess að lýð- 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.