Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Side 59
1. árgangur . 1. ársfjórðungur TAKA
Tún eru slegin og taðan hirt.
Titrar loftið af fuglasöng.
Veðursins mildi er mikils virt.
Mennirnir skilja við verkin ströng
og taka sér hvíld við brekku og bala.
Bœndurnir glaðir við fólkið tala
um verksins gang og um loftsins lit,
um lífið og störfin í smábæjum frammi til dala.
Og bústýrur leysa upp böggla og föt,
í bróðerni er snætt í víðum sal,
rúgbrauð með smjöri, kál og kjöt
og kaffi er drukkið, svo hœttir tal.
í grœnu lyngi er nœðis notið,
af nokkrum vakað, en öðrum hrotið.
En hugirnir hverfa frá hita dags
til hamingjustundanna síðustu, er hver hefir hlotið.
En upp er risið, því áfram skal.
Iðnin er sveitamannsins líf.
Og nóttin færist um fjörð og dal
og fœrir sérhverjum hvíld og hlíf.
Allir nóttina Ijúfu lofa
hún leyfir öllum að gleyma og sofa.
En engir njóta þess unaðs meir
en engjafólkið í hlýlegum sveitakofa.
Leitaðu ei gæfunnar langt í geim,
þú lánsami maður, sem fœddist í sveit,
þvi hvar sem þú ferð leitar hugur þinn heim
og hjartað er bundið við minningareit.
Þú finnur ei gœfuna í framandi löndum
og friðlaus þú reikar á ókunnum ströndum.
Því sælan er heima í sveit þinni, hjá
syngjandi börnum og vinnandi höndum.
53