Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 63
1. árgangur . 1. ársfjórðungur VAKA
Dugnadarmenn I. Arnþór tiriióiiaNon
ARNÞÓR er fæddur að Lundi í
Fnjóskadal 25. apríl árið
1908. Foreldrar hans eru Guðni
Þorsteinsson bóndi í Lundi og
Herdís Guðnadóttir kona hans.
Hafa þau hjón búið í Lundi s. 1.
35 ár. — Arnþór hefir ávallt átt
heima í Lundi, en stundað ýmsa
atvinnu utan heimilis síns. Hann
hefir m. a. verið bílstjóri, unnið
við sútun skinna á Akureyri og
starfað að skógrækt í Vaglaskógi.
Nyrzt í Lundsland i hefir Arnþór
keypt 800 m. breiða landspildu, er
nær frá Fnjóská og upp á fjallsbrún.
í maí í vor hóf Arnþór að reisa nýbýli
í landi sínu, jafnhliða því, sem hann
vann að skógrækt í Vaglaskógi. Vann
hann að byggingunni á kvöldin, eftir að
hann hafði unnið fullt dagsverk við
skógræktina. Um miðjan ágúst hafði
hann lokið við að steypa útveggi hússins,
þó að hann nyti til þess engrar teljandi
hjálpar. Þá hvarf hann austur að Hall-
ormsstað og vann þar að skógrækt til
8
Hús Arnþórs eins og það leit út um
miðjan ágúst.
miðs septembermánaðar. Þegar hann
kom að austan, hélt hann áfram að
byggja býli sitt og er það nú komið undir
þak. í vetur vinnur Arnþór að smíði
innan húss, og má gera ráð fyrir,
að smíði hússins verði að fullu lokið
næsta vor. Hefir Arnþór þá komið upp
býli sínu á einu ári, án þess að njóta til
þess teljandi aðfengins vinnuafls og
samtímis því, sem hann hefir stundað
aðra atvinnu. Er það vel af sér vikið og
eftirbreytnisvert fyrir aðra unga menn.
Býli Arnþórs stendur á sléttri grund
rétt hjá Vaglaskógi. Er umhverfi þess
mjög fagurt. Nú þegar hefir Arnþór
látið dráttarvél bylta nokkru landi um-
hverfis býli sitt. Stærð hússins er 7.20
X 7.20 m. Það er ein hæð, kjallaralaust
og með valmaþaki. Útveggir eru tvö-
faldir, innri veggir úr vikursandi og
stoppað á milli með þurru torfi.
57