Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 64
VAKA í. drgangur . 1. ársfjórðungur
íwak .Fónsson:
(ppddi
lor elcl ranna
Með aukinni menningu þjóð-
anna eykst áhugi þeirra fyrir
uppeldismálum og skilningur á
gildi þeirra fer vaxandi. Enda
þykjast margir þeir, er mest
hugsa um þessi mál, finna þar
höfuðvandamál þjóðanna.
Það eru mennirnir sjálfir, sem
skapa þann anda og þær stefnur,
sem ríkja í heiminum á hverjum
tíma. Hver þörf er því ekki á, að
þeir leggi rækt við að þroska og
móta sjálfa sig og afkomendur
sína svo vel, sem vit og geta leyfir.
Sérhver þjóð þarf að eiga holl-
menntaða þegna á þeim stað, sem
þeim hentar bezt.
Hvernig er nú þessum málum
— uppeldismálunum — skipað
hér hjá oss. Og hvert mat er lagt
á mikilvægi þeirra? Þegar litið er
á skólamálin, þá virðist sá þáttur
uppeldismálanna vera að færast
í batnandi horf. Áhrif frá öðrum
þjóðum virðast eiga allgreiða leið
til vor, en e. t. v. erum vér full
gleypigjarnir, varla nógu vand-
virkir að vega og meta nýjung-
arnar og leggjum ekki nægilegt
kapp á að vefa þær við þá þáttu,
sem fyrir eru, og reynzt hafa góð-
ir og gildir. Það hefir allmikið
verið rætt um, hvað gera þurfi al_
mennt fyrir börn á skólaaldri, og
einnig eftir að þau eru komin
yfir á unglingsárin. Hinsvegar
hefir því minnstur gaumur verið
gefinn, hvað gera þurfi fyrir
börnin i frumbernsku og fram að
skólaaldri. En þó er það talið þýð-
ingarmesta æfiskeið mannsins af
uppeldis- og sálfræðingum.
Meðan barnið er í frumbernsku,
58