Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Qupperneq 72

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Qupperneq 72
VAU.A i. árgangur . i. ársfjórðungur og verja falli. Til þess að ónýta handvörnina, var farið að nota mest fallmikil hábrögð, aðallega öfuga sniðglímu á lofti, sem krefst mikilla krafta og er auk þess hættuleg. Með Öðrum orðum: Glímumaðurinn þarf að koma svo þungt niður, að hendurnar séu ó- nógar til þess að verja byltu. í kjölfar hábragðanna kom svo það ljótasta, er sést í glímu, níðið. Hér er ekki verið að halda því fram, að níð hafi ekki þekkzt áð- ur, heldur hinu, að með hand- vörninni hafi það aukizt. Menn reyna að koma andstæðing sínum „af höndunum“, með því að stjaka við honum á óleyfilegan hátt, eða láta sig falla ofan á hann og koma honum þannig að jörðu. Slíks þurfti ekki við, með- an handvörnin var ekki leyfð. Þetta „leynilega" níð sést nú orðið alltof oft, og má næstum segja, að það sé orðinn einn liður í glímukunnáttu, að kunna að „ýta“ við andstæðing sínum svo að lítið beri á. Með þessu er auðvitað farið út fyrir hin eðlilegu takmörk glímunnar. Það ber mörgum íþróttavinum og gömlum glímumönnum saman um það, að í raun og veru sé handvörninni mest um að kenna, hve íslenzk glíma er nú orðin klunnaleg og oft hreinar stimp- ingar og stjak, en ekki brögð, og sömuleiðis hve það er nú orðið algengt, að sjá öllum drengskap 66 skotið til hliðar, þegar keppt er í þessari drengilegu íþrótt. Þá er og eitt' athyglisvert, að allskyns meiðsli, liðhlaup, snúningur í liði og beinbrot eru nú margfalt tíðari en áður í glímu. Og með því áframhaldi, sem nú er, er það sýnilegt, að glíman fell- ur meira og meira í áliti hjá þjóð- inni, og iðkun hennar verður talin bæði hættuleg og engum til gagns eða sóma. Enda hafa kappglímur þær, er fram hafa farið síðustu árin, oft í viðurvist fjölda manna, sízt verið til þess fallnar að auka álit manna á þessari góðu og gömlu íþrött okkar, og hafa þær verið sorgleg sönnun þess, hve glímunni hefir verið misþyrmt vegna skilningsleysis og tómlætis forvígismanna íþróttanna í henn- ar garð. Það er eins og menn hafi gleymt því, að hún er og á að vera jafnvægisíþrótt, sem byggist á lipurð og mýkt en ekki kröftum og stærð iðkendanna. En þá vaknar sú spurning, hvað eigi að gera til þess að hefja glímuna upp úr því ófremdar- ástandi, sem hún er nú í. Ef metið er að einhverju gildi þessarar í- þróttar fyrir andlegan og líkam- legan þroska þjóðarinnar, þá á að endurreisa glímuna og fá henni að minnsta kosti eitthvað af sinni fornu virðingu aftur. Skilyrði til íþróttaiðkana og líkamsræktar hér á landi eru nú svo stórum bætt frá því, sem var, t. d. fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.