Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 75
liefir orðið
Þróttmikill, starfsfús œskumaður,
sem temur sér holla og skynsamlega
lifnaðarhœtti, uppsker ríkuleg laun
d glœsilegasta skeiði œfinnar, full-
orðinsárunum.
Undir fyrirsögninni „Unga fólkið hefir orðið“, birtast nú kaflar
úr íslenzkum stílum eftir nokkra nemendur Samvinnuskólans í Reykja-
vík. Stílarnir fjölluðu allir um sama efni: Viðhorf, hugsunarhátt og
skyldur íslenzkrar nútímaœsku. Ekki voru þessir stílar prófstílar,
heldur venjulegir heimastílar. Og liér eru ekki birtir úr þeim kaflar
vegna þess að þeir hafi verið frábœrir að einhverju leyti, að þeir
opinberi ný sannindi eða eigi eitthvert brýnt erindi út til þjóðarinnar.
Tilgangurinn er sá, að gefa lesendum Vöku kost á að kynnast sjónar-
miðum þess fólks, er þarna á kafla úr stilum sínum. Og með því að
halda áfram í svipaða átt, œtlar Vaka að gera almenningi auðveldara
að glöggva sig á viðhorfum og áhugamálum œskunnar yfirleitt. Rit-
stjóri Vöku vill hér með mœlast til þess við hina mörgu ungu lesendur
ritsins, að þeir sendi því smápistla um hugðarefni sín og lífsviðhorf.
Slíkir pistlar þurfa ekki að vera í greinarformi, frekar en verkast
vill. Þeir mega vera í sendibréfsformi eða settir fram á hvern þann
hátt annan, sem viðkomandi telur sér þœgilegast. Allt slíkt efni
verður síðan birt undir hinni sameiginlegu fyrirsögn: „Unga fólkið
hefir orðið".
69