Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 77

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 77
í. árgangur . 1. ársfjórdungur VA.lv A Hin upprennandi æska hefir stórt hlutverk að vinna. Framundan eru erf- iðir tímar, sem krefjast mikillar starfs- orku og einlægs fórnarvilja. Hann er hinn skapandi máttur, sem á að lyfta Þjóðinni á það stig, að hana megi að fullu og öllu telja sjálfstæða. Það er hlutverk okkar að vinna að því, að þetta land byggi „frjálsir menn, þegar aldir renna.“ Við eigum að varðveita hina fornu menningu og ávaxta sem bezt þann arfs hlut, sem okkur verður feng- inn í hendur. — Ef við gerum það ekki bregðumst við skyldu okkar, og verðum jafnframt menn að minni. Það var metnaður forfeðra okkar, að bregðast ekki því, sem þeim var til trúað, og er okkur vonandi ekki úr ætt skotið með það. Við vöxum við hverja þraut, sem við fáum yfirstigið. Við eigum að láta erfiðleikana vík.ia fyrir okkur í stað þess að víkja fyrir þeim. Hinar stærstu tor- færur getum við yfirstigið, ef okkur skortir ekki trúna á okkur sjálf, trúna á föðurlandið og trúna á sigursæld góðra áforma Björn Guðmundsson. ,... Og starfsfús er íslenzk æska yfirleitt. Hún á líka sínar hugsjónir, sína framtíðar- drauma. Hún horfir gunnreif til framtíðar- innar. Hún vill sjá stóra hluti gerast. Og við, sem ung erum, megum aldrei gleyma því, að slíkar hugsjónir Komast ekki í framkvæmd, verða aldrei að veruleika, nema við vinnum sam- an. Samstilltar hendur geta lyft því Grettistaki, sem ósamtaka einstaklingar ekki geta bifað. Æska nútímans hlýtur því að bindast félagsböndum, sameinast, lægja deilurnar. íslenzka þjóðin hefir ekki efni á að eyða kröftum sínum í það, að einn rífi það niður, sem annar byggir upp. Ef æskunni tekst að gera samheldnina að veruleika, mun þjóðin jafnan stígi áfram, en aldrei til baka. Við íslendingar gröfum ekki úr jörðu gull eða aðra góðmálma. En þrátt fyrir það eigum við eina gullnámu: Sögu þjóðar okkar, þúsund ára reynslu, sem er meira virði en svo, að til fjár verði metin. Sú reynsla sýnir okkur, að þegar einstaklingarnir eru félagslega þroskað- ir, er þjóðfélagið sterkt. Og hún sýnir einnig, að yfir öllum Sturlungaöldum hvílir skuggi hins veika bjóðfélags. Þessi reynsla er bending til okkar unga fólks- ins um það, að lægja deilurnar, því að heill og hamingja þjóðarinnar byggist á því, að sem allra flestar hendur leggi steina í hleðslur þeirra stórvirkja, sem reist eru af hverri kynslóð, Ef það tekst, þá er ég ekki kvíðinn um framtíð þjóð- arinnar. Þá mun íslenzki fáninn jafnan blakta við hún mitt á meðal okkar, sem tákn um sjálfstæði þjóðarinnar, fé- lagslegan þroska, frelsi hennar og ham- ingju." Finnur Kristjánsson. „.... Fingraför sex hundruð ára kúg- unar og harðréttis sáust, ef til vill, bet- ur á æskunni en nokkru öðru, Hún var varnarlaus gegn erlendum yfirráðum eins og nýgræðingur gegn vorhreti. Menn- ingarstofnanir, er aðeins veittu æðri menntun,og þó af skornum skammti.voru bæði fáar og smáar. Æskan átti yfirleitt engan kost bóknáms, hún hafði ekki einu sinni tækifæri til þess að læra undir- stöðuatriði bóklegra fræða, lestur og skrift. Erfið lífsbarátta fyrir brýnustu nauðsynjum krafðist allra krafta æsk- unnar, svo að hún hafði engan tíma aflögu til þess að sinna sínum sérmál- um. Erfið vinna og illur aðbúnaður beygði bak æskumannsins, gerði hug hans beiskju blandinn og setti á hann ellimörkin fyrir tímann .... Breyting- arnar, sem orðið hafa á þessu, eru öll- um kunnar, og óþarft að fjölyrða um þær hér. Eldra fólkið segir, að starf- hæfni og manndómur æskunnar sé í öfugum hlutföllum við kjör og aðbúnað. Þrátt fyrir mikinn aðstöðumun standi æska nútímans að baki æsku liðinna tíma. En þetta er ranghermi. Sannleik- urinn er sá, að með hverju árinu, sem líður, verður æskan starfhæfari, enda fer þeim stofnunum stöðugt fjölgandi, sem heldur vilja hafa í þjónustu sinni unga menn en gamla ....“ Friðrik Guðmundsson. „Sú kynslóð, sem nú er að vera full- tíða, er gjörfulegri, þróttmeiri og betur 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.