Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 78

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 78
VAKA í. ár/rangur . 1. ársfjórðungur að sér, andlega og líkamlega, en nokkur önnur kynslóð langt í ættir fram. Á það rót sína að rekja til þess, að hun hefir átt við betri kjör að búa, eldri kyn- slóðin hefir veitt henni meira. — Hitt getur orkað tvímælis. hvort unga fólkið sé eins þrautseigt og þeir, sem komnir eru til ára sinna, og séð hafa aðra og verri hlið á líf- inu. Er sál þeirra eins „stælt af þvi eðli, sem er í ættlandi hörðu, sem dekrar við fátt?“ Hefir ekki verið of vel búið að því? Þetta er skoðun sumra, og ef til vill hefir hún við eitthvað að styðjast, en að mínum dómi ekki mikið .... Eldri kynslóðin hefir óneitanlega búið vel að hinni uppvaxandi kynslóð að mörgu leyti, oe með starfi sínu sett nýj- an svip á land og þjóð. En nú virðast margskonar örðugleikar steðja að, bæði af innlendum og erlendum orsökum. Það má því telja líklegt, að æskan verði að láta önnur sjónarmið ráða gerðum sín- um hér eftir en hingað til. Pramtíðin krefst samstilltra átaka og þess er skammt að bíða, að heill og hamingja lands og þjóðar hvíli á hennar herðum. — Er líklegt, að þessi þroskamikla kyn- slóð taki verkefnin lausatökum? Ég held ekki. Feður okkar og mæður hafa að vísu gert geysiátök og markað djúp spor í þróunarsögu þjóðarinnar, en starf þeirra krefst framhalds, og aldrei frem- ur en nú. ísland nútímans er í sköpun, og við unga fólkið verðum að leggja þar hönd á plóginn og leggja drjúgan skerf til fullkomnunar starfi feðranna. En við gerum það ekki með skyndi- áhlaupum, ekki því, er líkist happdrætti eða leik, og því síður með ofbeldi eða byltingu, heldur með markvissri, sleitu- lausri baráttu, sem lýkur með farsælum sigri. Við bindum það fastmælum, að taka verkefnin föstum tökum og bæta stórum um, lyfta merki okkar gamla og góða ættlands mun hærra. Grímur Arnórsson. ..... í byrjun yfirstandandi aldar hófst merkileg vakningaralda meðal þessarar þjóðar. Afleiðingar hennar eru m. a. glæsilegar skólabyggingar víðsveg- ar um landið. Enda var fremstu mönn- um þessarar þjóðlegu vakningaröldu fyllilega Ijós þýðing þess að ala upp vinnugefna, hugrakka, háttprúða og reglusama æsku — æsku, sem væri reiðubúin að taka á málunum með föst- um og öruggum tökum — æsku, sem vildi og gæti tileinkað sér það, sem betur mætti fara, en látið hitt hverfa í djúp gleymskunnar. Þetta er hinni íslenzku æsku vel ljóst. Það sést bezt á þeirri miklu vinnu, sem hún hefir lagt fram, og leggur fram ár- lega, til þess að skólar landsins geti orðið fleiri, stærri og fullkomnari. Ef metin væri til verðs öll sú vinna, sem nemendur héraðsskólanna einna hafa lagt fram í þágu skólanna, endur- gjaldslaust, er ég viss um, að það yrði stórum mun hærri fjárupphæð en nokk- urn grunar. Þegar leikfimishúsið á Laug- arvatni var byggt, fóru um tuttugu nem- endur af skólanum suður til Reykjavík- ur, unnu að því heila viku að rífa þar gamalt hús og flytja efnið úr því austur. Síðan unnu þessir sömu menn, ásamt nokkrum fleiri félögum sínum, að því að reisa hús úr þessum efniviði. Fyrir bragðið þurfti ekki að kaupa aðra vinnu til þess að reisa þetta hús en vinnu smiðsins, sem við það vann. — Og nú hafa safnazt loforð um mikla gjafavinnu til byggingar á fyrirhugaðri útisundlaug, nýju leikfimishúsi og kvennaskóla að Laugarvatni. Sú vinna, sem áhugasamir æskumenn leggja fram á þennan hátt, er ef til vill einhver bezta sönnun þess, að æskan gerir fyrst og fremst kröfur til sjálfrar sín. Hún krefst þess, að hver og einn, jafnt piltar sem stúlkur, leggi fram alla sina krafta til sameiginlegra átaka fyrir bættum lífskjörum, aukinni menntun og gagnkvæmum skilningi milli þeirra ungu og gömlu.“ Guðmundur Björnsson. ..... Við, sem nú erum ung, höfum notið betri lífskjara en kynslóðin, er ól okkur. Við höfum ekki erfiðað eins mikið, notið betri aðbúnaðar til fæðis og klæða, búið í betri húsakynnum, haft betri skilyrði til náms og íþróttaiðkana og notið meira frjálsræðis. Þessi bættu 72
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.