Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 80

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 80
VAKA I. árgangur . 1. ársfjórdungur merki ættjarðarástarinnar mun blakta við hún og yfir íslandi ríkja „nóttlaus veraldar voröld, þar sem víðsýnið skín.“ Ingibjörg Hermannsdóttir. ..... Við íslendingar erum svo ham- ingjusamir að hafa ekki her. Þó getum við átt von á því, ef til heimsstyrjaldar kemur, að eitthvert stórveldið kasti eign sinni á land okkar, ef því býður svo við að horfa og það sér einhvern hag í því. Þá getum við átt von á að verða að fara út á vígvöllinn með þeirri sterku þjóð, sem fyrst yrði til þess að hremma bráðina. Við unga fólkið eigum því að stuðla sem mest að og tryggja sem bezt sjálfstæði þjóðarinnar. Við eigum eftir megni að styrkja þau vináttubönd, sem þegar eru bundin milli okkar og annara þjóða, og stuðla að því, að önnur ný verði bundin. Við eigum af öllum mætti að berjast gegn öllu því, sem við yitum, að verður til ills eins. Og umfram allt: „Aldrei ad vílcja." Ólafur Benediktsson. ..... Reynsla fortíðarinnar er öruggt leiðarljós í framtíðarstarfi æskunnar. Með því að líta til baka og skyggnast í sögu liðinna kynslóða, fáum við því margoft svarað, á hvern hátt skuli leysa ýmis aðsteðjandi vandamál líðandi stundar. Þegar leysa skal vandamálin, verður æskan að gera upp reikingana eins og hygginn verzlunarmaður. Hún verður að taka alla möguleika til at- hugunar og þennar fyrsta verk ætti að vera að líta til baka og gefa gaum að, hvort sagan hafi ekki að geyma svör við þeim spurningum, sem vandamálin vekja upp.... Við skulum láta Hvítbláinn blakta við hún, láta hann vera tákn þess, að nú vaki fyrir æskunni ný átök og auknar dáðir í hagsmuna og menningarbaráttu þjóðarinnar. Við skulum láta Hvítbláinn tákna algera upprætingu þjóðhættulegra félagsmálahreyfinga, sem eru af erlend- um toga spunnar, og innbyrðis sundr- ungar meðal æskunnar. Eflum í þess stað þjóðlega samheldni og samstarf. Fetum leið samvinnu og samhjálpar. Minnumst þess, að „sameinaðir stönd- um vér, en sundraðir föllum vér“. Páll Gunnarsson. ..... Nú er því svo háttað, að við 74 unga fólkið sætum allhörðum dómum hjá þeim eldri. Þeim þykir gæta heldur lítils áhuga og starfsemi hjá okkur, en meira bera á ýmiskonar spillingu, s. s. mikilli skemmt- anafýsn, áfeng- is- og tóbaks- nautn og fleiru því, sem miður er. Þó að okkur sé það naumast ljúft, þá verðum við samt að við- urkenna, að sumt af þessu hefir við tals- verð rök að styðjast. Æska þessa lands virð- ist ekki vera eædd eins miklum áhuga og krafti og æskilegt væri. Hugsanir hennar og athafnir virðast ekki beinast að öllu leyti inn á réttar brautir. Og meðal hennar ber nokkuð á óheilla- stefnum, sem hafa í för með sér ófrelsi þegnanna, niðurrif og- menningarleysi, nái þær yfirhöndinni í þjóðfélaginu. Ef við lítum yfir starf þeirrar kyn- slóðar, sem við eigum að taka við af, mætir augum okkar margt furðulegt og dásamlegt, því að mikið er það starf, sem hún hefir leyst af hendi. Viðreisn þjóðar okkar var að vísu hafin áður en þessi kynslóð kom til sögu, en alhliða framfarir hafa orðið hér mestar á síð- ustu árum, eða síðan um aldamót. Það hafa verið lagðir vegir og byggðar brýr. Símalínur lagðar um landið, þvert og endilangt og húsakynni stórlega bætt. Verzlunarfyrirkomulagi okkar komið í viðunandi horf. Skólar hafa verið reistir, þar sem okkur unga fólkinu er gefin kostur á, ekki einungis að læra bóklegar námsgreinar, heldur líka að leggja stund á sund og aðrar íþróttir, sem stæla og fegra líkamann. Og síðast, en ekki sízt, hefir verið náð þýðingarmesta áfangan- um í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Allt þetta er okkur unga fólkinu feng- ið í hendur af þeim eldri. — Nú vaknar ef til vill sú spurning, hvort nokkuð sé fyrir okkur að gera, hvort við þurf- um nokkuð annað en að lifa og leika okkur og njóta þess arfs, sem við höfum hlotið. En slíkan hugsunarhátt verðum við að varast. Þeir eldri hljóta að gera skýlausa kröfu um það, að við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.