Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Side 84
VAKA 1. árgangur . 1. ársfjórðungur
Hjónabandasmiðjan
Gretna Green er lítið sveitaþorp í
Dumfries á Suður-Skotlandi. Þorp þetta
er helmsfrægt, og á það þorpssmiðjunni
frægð sína að þakka. Smiðjan í Gretna
Green hefir líka verið kölluð hjóna-
bandasmiðjan og liggja til þess þær or-
sakir, er nú skal greina:
Smiðjan er fullra tvö hundruð ára
gömul. Hún hefir ávallt verið Mekka
allra þeirra, er ganga vildu í heilagt
hjónaband í trássi við aðstandendur
sina. Þegar ungur maður og ung stúlka
hurfu heiman að frá sér fyrr á tímum,
vissu aðstandendur mætavel, að þau
myndu hafa lagt leið sína til Gretna
Green með það fyrir augum að láta
járnsmiðinn þar smíða sér hjónabands-
hlekkina. Þá var auðvitað lagt á hest-
ana í skyndi og haldið á eftir elskendun-
um, sem við skulum vona að hafi komizt
til smiðjunnar á undan eftirleitarmönn-
unum. Slíkur æfintýrablær er nú að
vísu ekki lengur yfir smiðjunni í Gretna
Green, en þrátt fyrir það eru gefin þar
saman um þrjú hundruð hjón árlega.
Ástæðan til þess, að smiðjan í Gretna
Green hefir orðið slík Paradís fyrir alla
elskendur, er vafalaust að verulegu leyti
sú, að smiðurinn þar er ekki eins kröfu-
harður um ýmis vottorð og skilríki, sem
prestar og bæjarfógetar ganga ávallt
því að hann telur hann ranglátan og
ekki á rökum reistan. Og það er mjög
hætt við, að álit flestra á Neró haggist
nokkuð við lestur þessarar bókar. —
Þýðandinn hefir leyst sitt starf vel af
hendi, og frágangur bókarinnar er góður.
V. J.
Á síðari árum hefir áhugi fyrir skíða-
íþróttinni farið mjög vaxandi, og er vel
um það. Má með sanni segja, að hver
tilraun í þá átt að beina hugum æsku-
fólksins að þessari íþróttagrein sé spor
í þá átt að skapa heilbrigða æsku í land-
inu. Það má kalla það nýmæli, að nú
er komin út skáldsaga, sem eingöngu
fjallar um skíðamenn og skíðaíþróttina.
Saga þessi heitir Skíðakappinn og er
eftir norskt skáld, Mikkjel Fönhus. Þýð-
78
andi er hinn þekkti íþróttafrömuður
Vestfjarða, Gunnar Andrew.
Bókin er skemmtileg og heillandi frá-
sögn um ungan skógarhöggsmann, sem
jafnhliða hinni erfiðu vinnu iðkar skíða-
hlaup af miklum dugnaði.Síðan fer hann
taka þátt í skíðamótum fyrir hönd ung-
mennafélagsins í sveit sinni, og verður
mikill skíðakappi, sem færir landi sínu
frægð og sigra.
Þetta er bók, sem líkleg er til þess að
örfa áhuga fyrir skíðaferðum, og verð-
ur hún án efa vinsæl meðal ungs fólks.
Stærð bókarinnar er um 200 blaðsíður
og frágangur góður. Skemmtilegar í-
þróttasögur eru allt of sjaldgæfar, en
fátt er líklegra til þess að glæða áhuga
manna fyrir íþróttum en einmitt þær.
E. Bj.