Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 42
menningarastandi hennar að tornu og nýju. Einkum
heimsótti hann fræga sögustaði og heflr gert sér far
um i ferðabók sinni að flétta inn í lýsingar sínar á
nútíðarlífi íslendinga frásögnum úr fornsögunum.
Fornaldarljóminn varpar nýrri birtu yflr lýsingar
hans á íslenzkum bændabýlum og sveitum, en Herr-
mann gætti þó ætíð alirar nákvæmni og sannsögli
i frásögnum sínum og stingur því mjög í stúf við
suma landa hans, er ritað hafa ferðabækur um ís-
land og ýmist hafið allt upp til skýja eða dregið nið-
ur í skarnið. Rit Herrmanns átti upphaflega að koma
út í 4 bindum, en síðasta bindið (um Vestfirði) hefir
enn ekki verið prentað. Nokkru síðar samdi Herr-
mann ágæta lýsingu á Islandi og íslenzkri menning:
Island, das Land und das Volk, er kom út í ritsafn-
inu: »Aus Natur und Geisteswelt«. í kveri þessu er
lýst íslenzkum þjóðhögum og raktir helztu menning-
arþættir íslendinga fram á vora daga, skýrt frá ís-
lenzkum bókmenntum, Ijóðlist, leikritaskáldskap og
sögum fram á síðustu ár.
Herrmann hefir mikinn hluta ævi sinnar fengizt við
rannsóknir á ritum Saxa hins danska, er reit Dana-
sögu á latínu um 1200. Einkum hefir Herrmann rann-
sakað ítarlega 9 bækur þær, sem eru undanfari hinn-
ar eiginlegu Danasögu og gefið þær út á þýzku, en
síðari hluti þessa mikla ritverks eru skýringar á sögu
Saxa. Hefir hann sýnt fram á, að í 9 fyrstu bókum
sínum hefir Saxi að minnsta kosti 3/» hluta frá ís-
lendingum, mest úr fornsögum vorum. Herrmann er
þeirrar skoðunar, að Saxi sé höfundur Hamletsagn-
anna, og rekur hann í skýringum sínum feril þessarra
sagna fram til daga Shakespeares.
Loks hefir Herrmann snúið á þýzku fjölda rita:
Ieikritum Ibsens »Kejser og Galilæer« og »Bygmester
Solness«, »Nýjársnóttinni« eftir Indriða Einarsson,
fornsaxneska kvæðinu »Heliand«, Grettissögu, Vatns-
dælu, Hrólfssögu kraka o. fl. Allar eru þýðingar þess-
(38)