Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 46
tímaritinu, kennir þar margra grasa. Ritstjórinn á lof
skilið fyrir það að sjá um, að tímaritið fjallar nær
eingöngu um nýíslenzk efni. í hverju hefti eru fregn-
ir frá íslandi, sagt frá stjórnmálaviðburðum, nýút-
komnum bókum, framförum í atvinnu og öðru því,
er markvert er talið á hverjum tíma. Pjóðverjar eru
manna hneigðastir til að rekja sögu hvers efnis, er
þeir vita um, og afla sér yfirlits um allt, smátt og
stórt, er ritað hefir verið um eitthvert efni. Pess vegna
furðar engan á að sjá í þessu tímariti langar skrár
um rit um ísland eftir aldamótin 1900 (Mitt.d. Islfr.
1913), um náttúrufræði íslands (1914), um þýzkar
þýðingar á íslenzkum rítum (1915), um þýzkar land-
fræði og jarðfræðirannsóknir á Islandi eftir 1900
(1916), ferðabækur um ísland á árunum 1542—1925
(1925) o. fl. Heydenreich prófessor hefir sjálfur ritað
allmargar greinir í tímaritið, um skáldskap Steingríms
Thorsteinsson, um Porstein Erlingsson, Jón Thor-
oddsen, Guðm. Guðmundsson o. fl, og snúið allmörg-
um kvæðum íslenzkum á þýzku. Hann sneri m. a.
kvæði Sig. Sigurðssonar »Lundurinn helgi« á þýzku
og er síðasta erindið þannig:
Altars Strahlen
auge glanzend malen,
warmen Dichters Herz, erregen Freud’ und Qualen.
Wie Wellensauseln und wie Meeresbeben.
Hauch und Sturm im Reich der Töne wechseln.
Des Himmels Pracht und Erdenleid erklingen
in den Herzen, wenn die Saiten singen;
wo die Klange in die Seele dringen,
wird der Geist zum wahren Ziele streben.
Á þetta sýnishorn að nægja til að sýna, hve snjall
þýðandi Heydenreich getur verið. í ritgerð sinni um
Porstein Erlingsson þýddi hacn einnig kvæði hans
Brautin, er »Eimreiðín« hóf göngu sína með. Loks
má geta þess, að á ófriðarárunum var Heydenreich
mjög annt um, að íslendingar fengi sem áreiðanleg-
(42)