Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 58
orskona í Rvik, fædd 1888. Hún dó í Vífilstaöa-
hæli. — Dó Thora Havsteen á Húsavík, ekkja Ja-
kobs Havsteens ræðismanns á Akureyri.
Apr. 21. Sigldust á, í nánd við Einarsdranga hjá Vest-
mannaeyjum, 2 færeyskir kútterar, og sökk annar
þeirra, Florents; drukknuðu 6 menn af honum og
einn dó í bátnum, af vosbúð.
— 26. Dó Jóhanna Matthíasdóttir í Bæ i Hrútafirði,
ekkja frá Kjörseyri, fædd ••/« 1845. — Dó Finnur
Thordarson í Rvík, fyrrum gæzlustjóri íslands-
banka á ísafirði, fæddur 6/i 1854.
— 29. Drukknaði tollþjónn í Rvík, úti við Örfirisey;
hét Valdimar Daðason, fæddur 29/s 1894.
— 30. Strandaði hjá Landeyjum vélbátur, Freyja,
frá Vestmannaeyjum, 2 menn drukknuðu.
í þ. m. dó Erlingur Brynjólfsson bóndi á Sól-
heimum í Mýrdal. — Hrundi fjárhús á Hrollaugs-
stöðum í Hjaltastaðaþinghá og varð drengur und-
ir og beið bana.
Apríl 1. Hrundi steinn í höfuð manni í Grímsey og
rotaði hann til dauða. Hét Willard Fiske og var
sonur síra Matthíasar í Miðgörðum Eggertssonar,
25 ára að aldri.
— 18. Dó Guðlaug Andrésdóttir yfirsetukona frá
Brekku í Vogum, fædd B0/i 1842.
— 20. Dó Maren Ellertsdóttir ungfrú í Rvík, fædd
ls/« 1909. Hún dó í Vífilsstaðahæli.
— 27. Dó Sigurður Stefánsson smiður í Selkirk í
Manitoba, 76 ára.
— 28. Dó Lucinde Jóhannsdóttir ísleifsson skrifstofu-
stjórakona í Rvík, fædd MöIIer.
í þ. m. dóu Þórunn Björnsdóttir húsfreyja í
Los Angelos í Vesturheimi, fædd 1854, og Þórður
Pétursson i Selkirk í Manitoba, 81 árs.
Snemma í þ. m. fórst vélbátur, Framtíðin, frá
Eyrarbakka, í lendingu þar, með 8 mönnum.
Formaðurinn hét Guðfinnur Pórarinsson.
(54)