Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 105
verður þvi 11. ár í tunglöld, þ. e. gyllinital 11, 6. árið
f sólaröld en 12. ár i indiktiónisöld. Og á sama hátt
258. ár í páskaöid.
Ari fróði segir í íslendingabók, aö árið 1120 hafi
orðið aldamót. Ef 4713 er bætt við 1120, þá kemur
út 5833; árið 1120 hefir því verið 5833. ár í ]úlianskri
öld, og með því að deila í þessa tölu með 19 sést,
að þá hefir verið 19. ár tunglaldar og ný tunglöld
byrjað með nýári 1121, en Ari prestur hefir reiknað,
að tunglöld byrjaði 28. ágústl120, og þess vegna talið
þá aldamót, þ. e. tunglaldamót. En 1120 var 9. ár í
sólaröld og 13. ár i indiktiónisöld.
Sólaröld hin stœrri er 400 ár. Jón byskup Árnason
fann þessa öld í nýja stýl, og mun hún að eins hafa
verið notuð hér á landi. 28 ára öld notaði hann
einnig og nefndi sólaröld hina minni, en upphaf henn-
ar féll eigi á sama ár sem venjulegrar sólaraldar.
100 ára aldir í nýja stýl eru að því leyti frábrugðn-
ar þeim öldum, sem hér hefir verið skýrt frá, að 4.
hver öld er degi lengri en hinar aldirnar. Hún er
36525 dagar, en hinar 36524 dagar.
Porkell Porkelsson.
Veðurhæð.
Vindurinn er lopt á hreyfingu. — Pví hraðara sem
loptið streymir, því fastara gnýr það á allt, sem á
vegi þess verður. Vér dæmum vindmagnið — veður-
hæðina öðru nafni — eftir áhrifum á sjálfa oss og
ýmsa hluti, er vér höfum fyrir augum. Ef fátt laus-
legt bærist fyrir vindinum, nefnum vér hann logn,
blæ eða andvara. Pegar bárur myndast á vatni og
vindþytur heyrist, nefnum vér golu og kalda. Pegar
(101)