Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 44
árið 1913. Raunar hafði Williard Fiske fyrir alllöngu
stungið upp á því i bækling einum »Mími«, er hann
gaf út, að stofna til félagsskapar meðal erlendra ís-
landsvina. En Fiske dó 1904, og pað var ekki fyrr en
1913, að ýmsir þýzkir fræðimenn hittust i Dresden
og stofnuðu íslandsvinafélagið. Á stofnfundinum var
staddur W. Heydenreich. Hann er fæddur 1875 í
Wurzburg og lagði í æsku stund á fornaldarfræði og
varð dr. phil. árið 1900 við háskólann í Erlangen, en
hafði þá stundað nám bæði i Munchen og Berlín, en
í Þýzkalandi er það siður, að ungir studentar dvelji
við fleiri en einn háskóla á námsárum sinum. Leit
helzt út fyrir, að Heydenreich myndi fást við gömlu
málin, latinu og grísku, en á námsárunum kynntist
hann Gustav Neckel, er nú er prófessor i norrænum
fræðum við háskólann i Berlín, og hefir sá kunnings-
skapur sennilega beint huga Heydenreichs að nor-
rænum fræðum. Héydenreich las á þessum árum ó-
grynnin öll af fræðiritum og kynntist þá m. a. ritum
B. Kahle, sem var háskólakennari í Heidelberg og
liafði ritað bók um tslandsför sina og auk þess sam-
ið merkileg rit um íslenzkt skáldamál og viðurnefni
íslenzk. Heydenreich gerðist nú menntaskólakennari
í Eisenach 1907 og var veitt prófessorsnafnbót nokkru
síðar vegna framúrskarandi þekkingar sinnar, og mun
skólinn i Eisenach vera hreykinn af því að eiga ann-
an eins lærdómsmann í kennarahóp eins og Heyden-
reich. Hann er manna fróðastur í öllum germönskum
fræðum, les allt, er hann kemst yflr, og mun vartþað
rit koma út í fræðum þessum, að Heydenreich viti
eigi um efni. Heflr og merkur þýzkur vísindamað-
ur eitt sinn getið þess, að hann þyrfti eigi annað en
að spyrja Heydenreich, ef hann vildi fá vitneskju um
eitthvert rit í germönskum fræðum. Skömmu eftir að
Heydenreich tók við embætti sínu í Eisenach, hafði
hann kynni af íslenzkum stúdent (Sig, Nordal), og
lagði hann nú kapp á næstu árin að kynnast íslenzku
(40)