Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 71
en hæðunum oftast kyrrt og bjart veður. Mjög djúp-
ar lægðir og veðurillar nefnum vér stormsveipa.
Af þessu, sem nú hefir verið sagt, er það auðsætt,
að sé hægt að reikna út hreyfingar sveipa og and-
sveipa, má og með allmikilli vissu segja fyrir um
veðrabrigði á peim stöðum, er verða á vegi þeirra.
— Pó koma hér mörg atriði til greina, sem ekki
verða skýrð í stuttu máli; t. d. hiti og raki loptsins,
fjallgarðar o. fl. — En notkun veðurkortanna byggist
fyrst og fremst á því, að þau sýna, hvar lægðir og
óveður eru á seyði og gefa ýmis gögn í hendur, til
þess að reikna út hreyfingar þeirra nokkuð fram í
tímann. T. d. er loptvog oftast fallandi á þeim stöð-
um, sem lægðin er að nálægjast, en stígandi þar sem
hún er að fjarlægjast. Að þessu leyti er loptvogin
allgóður veðurviti; en oft getur loptstraumum verið
þannig varið, að úrkoma eða illviðri haldi áfram,
enda þótt loptvogin bendi á wstillt og gott veður«.
Ótlit og hreyfing skýjanna (»farið«) bera oft boð um
veður það, sem í vændum er, löngu áður en lopt-
vogin tekur að falla. A undan lægðunum fara oftast
klósigar og blikur, alræmd iliviðramerki, sem hver
maður ætti að þekkja og vita skil á. Á eftir lægðun-
um fara hins vegar klakka- og skúraský, sem ýmist
kasta úr skúrum og éljum eða eyðast og greiðast
sundur.
Oft ber mikið á þvi, að loptstraumar þeir, sem
standa að lægðunum, erumjög mis-heitir. Er orsökin
oftast sú, að sumir koma sunnan úr heitum löndum,
en sumir nærri beint norðan úr íshafi. Rannsóknir
siðari ára virðast hafa leitt óyggjandi rök að því,
að flestar lægðir og sveipar myndazt einmitt á mót-
um misheitra loptstrauma. Fljóta þeir á misvíxl,
Þannig að hlýrra loptið verður ofan á, en ölduhreyf-
mg myndast á takmarkafleti þeirra og kemur í ljós
sem vindsveipur á yfirborði jarðar. Straumamótin
hafa verið nefnd veðramót (Pólarfront). A þeim
(67)