Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 43
ar vandaðar og má einkum nefna Grettissðgu, sétn
kom út í Thulesafninu 1913. Fylgja útgáfu þeirri
myndir af stöðum úr sögunni, Fórisdal, Drangey,
Goðafossi o. fl. og að síðustu landabréf af íslandi.
Herrmann er einn hinna óeigingjörnu íslandsvina
eriendis, er vinna starf sitt af ást á landi og þjóð.
Hann var og einn af hvatamönnum þess, að stofnað
var á Pýzkalandi félag þýzkra íslandsvina »Vereinig-
ung der Islandfreunde«, er telur um 400 félaga og
gefur út rit: »Mitteilungen der Islandfreunde«. Er
Herrmann formaður félagsins, og hefir hann ætið lát-
ið sér mjög annt um hag félagsins og ritað ýmsar
greinir í tímaritið.
Herrmann er heiðursfélagi bókmenntafélagsins og
hefir verið sæmdur dönskum og íslenzkum heiðurs-
merkjum fyrir störf sín i þágu Islands, en hann mun
vafalaust vera sömu skoðunar og Goethe, að frægðin
sé einskis virði, en framkvæmdírnar fyrir öllu. Pegar
ég kvaddi hann eftir hina stuttu dvöl á heimili hans
og vildi þakka honum fyrir alla þá ástúð, er hann
sýndi mér, sló hann hægt á öxl mér og sagði, að við
þyrftum engin orð að mæla, því að við skildum hvor
annan. Herrmann mun ætíð verða talinn einn af á-
gætustu vinum íslands; þar sem samúð og skilning-
ur ríkja, er engin nauðsyn á að mæla orð; vitundin
ein og nálægðin knýta þau bönd, er verða ekki slitin.
A. J.
Prófessor dr. W. Heydenreich.
Ekki er unnt að minnast á íslandsvinafélagið þýzka
án þess að nefna nafn próf. Heydenreichs, ritstjóra
tímaritsins »Mitteilungen der Islandfreunde«. Einsog
kunnugt er, stofnuðu ýmsir þýzkir íslandsvinir fé-
lagsskap í Pýzkalandi »Vereinigung der Islandfreundew
(39)