Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 109
miklu lægra en hlutfallslega fyrir Noróurálfustyrjöld-
ina miklu, þegar gætt er þess, hve verð pappírs og
prentunar er margfalt hærra, og allt að pví hálfu
lægra en ódýrustu bækur, er samtímis hafa komið
út. T. d. tekur ein blaðsiða af Almanaki jafnmikið
lesmál sem ein blaðsíða í Skírni (rímtalið sjálft enn
meira). í einu Almanaki er lesmálið helmingur af
lesmáli Skírnis, eins og hann hefir verið hin síðari
ár. Verð Almanaksins er 2 kr., en verð Skírnis geta
menn séð aftan á kápu pess rits.
Með fram vegna pessara vinsælda hefir stjórn fé-
lagsins nú færzt pað í fang að auka bókaútgáfuna
árlega, en jafnframt sér hún ekki annað fært en að
hækka árstillög félagsmanna upp í 8 kr., og eru pó
hlutföllin milli tillags og bóka peirra, er félagsmenn
fá, mjög svipuð pví, sem verið hefir.
Auk hinna föstu ársbóka, Andvara og Ahnanaks, }á
félagsmenn nú 3 bœkur fgrir petla 8 króna árstillag.
Þessar 3 bækur eru:
1. Síðari hluti Svefns og drauma eftir Dr. Björgu
Porláksdóttur. Eins og kunnugt er, hefir höf. stundað
nám í Parisarháskóla og víðar um lönd, enda naut
hún styrks úr sjóði Hannesar Árnasonar, sem ætl-
aður er til styrktar heimspekingum. í doktorsprófi
pví, er höf. leysti af höndum í París, tjáist hún ein-
mitt og haft hafa meðal annars draumspeki alla að
aukanámi, svo að ætla má, að ekki sé á allra færi að
deila við hana um pau cfni.
2. Síðari hluti ritsins í norðurveg eftir Vilhjálm
Stefánsson. Höf. er víðkunnur af rannsóknum sínum
um heimskautslöndin hið nyrðra. Margir telja pessa
bók bezta rita hans. Félagið vildi gefa íslendingum
kost á að kynnast pessum samlanda peirra nánara
en af umtali einu, og liefir hann góðfúslega leyft fé-
laginu að láta leggja út pessa bók eftir sig og birta
á íslenzku. Mun mönnum eftir lesturinn pykja sem
minni sæla sé í Suðurlöndum en hingað til hefir
(105)