Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 99
staði, og kastaði þá fram erindi þessu, sem mig
vantar eitt orð í:
Náungans erfð að eigna sér
eins bannsett nú og forðum er.
Móýses gamli böls þeim bað,
er beygir landsmörk af réttum stað.
»Kemst — verð feginn — happ í hönd,
þótt hrifsi af nýlendunni rönd«,
vanblessan ... og véla grey.
Veit þetta máske prestur ei.
(Pað, sem tilfært er, leggur hann presti í munn).
Eitt sinn gisti Guðmundur þar, sem honum þótti
hvilan ekki alls kostar vær. Kastaði hann þá fram
þessu erindi:
Eina eg fann fló,
á fleirum átti eg von þó.
Sú mig næsta hart hjó,
svo hæga missti eg svefnró.
Hana eg í hel sló,
hún svo blóði út spjó.
Eftir það eg fann fró;
feginn varð eg, hún dó.
Um orðtakið »anzi gott« sagði hann:
Anzi gott segir einn og hinn,
yfir því sit eg hljóður.
Er þá líka andskotinn
orðinn hjá þeim góður.
Er niðurskurðaræðið gekk um Húnavatnsþing
1857, voru fengnir til sérstakir menn í hverri sveit
að skera féð, þeir sem öruggir þóttu. Var Guðmuod-
ur þá í horninu hjá Ögn, dóttur sinni, og Jóni
Arnasyni, manni hennar. Komu niðurskurðarmenn
að Illugastöðum á laugardagskveldi og gistu. Vildu
þeir byrja sláturstörfln á sunnudagsmorgun, en bóndi
vildi lesa húslesturinn fyrst, sem þá var föst venja.
Varð úr þessu nokkur ýtingur. Pá sagði Guðmuúdur;
(95)