Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 81
framkvæmdar með svipuðu sniði og áður hafði verið.
Pá voru og gerðar fyrstu tilraunir til pess að gefa út
veðurspár hér á landi. Voru þær auðvitað hundnar
hinum mestu erfiðleikum, par sem engar fregnir
fengust vestan yfir, hvorki frá Grænlandi eða Ame-
ríku á peim árum. Pær hafa pó vafalaust átt góðau
þátt í pví að vekja menn til áhuga um pessi efni.
En sérstaklega munu hin ægilegu sjóslys, sem hér
urðu veturinn 1925, og svo fregnir pær, sem bárust
hingað um gagnsemi veðurforsagna í öðrum löndura,
hafa ýtt undir pað, að starfsemi veðurstofunnar væri
efld og tryggð í framtíðinni. Á alþingi 1926 var loks
ákveðið með lögum að hér á landi skyldi sett á fót
veðurfræðistofnun með nafninu veðurstofa íslands.
Er henni ætlað að sjá um veðurathuganir og rann-
sóknir á veðurfari landsins, svo að ræktunartilraunir
og búvísindi renni eigi blint í sjóinn um veðurskil-
yrði pau, sem jurtagróður og jarðrækt eiga að hlíta
í hinum ýmsu héruðum. í þessu skyni safnar veður-
stofan mánaðarlegum skýrslum frá allmörgum veð-
urstöðvum út um land, reiknar meðaltöl af hita,
veðurhæð o. fl. og gefur petta út á dálitlu mánaðar-
blaði, sem nefnist Veðráttan. — Benda mætti á pað,
að mánaða-meðaltöl eru ekki alls kostar heppileg fyrir
vísindalegar ræktunar-tilraunir. Væri vafalaust betra
að taka meðaltöl af hverjum 10 dögum. Sáðtími og
uppskera falla sjaldnast i byrjun eða lok mánaðar,
og er pví tæplega hægt að fá alveg rétta hugmynd
um hitamagn eða úrkomu um sprettutímann af með-
altölum heilla mánaða.
Höfuðverkefni Veðurstofunnar eru svo veðurspár.
Er hér að framan gerð nokkur grein fyrir aðferðum
við pær. — Veðurstofan fær þrisvar á dag veðurfregnir
með loptskeytum frá flestum löndum i Vestur- og
Mið-Evrópu og oftast meira eða minna af skipafregn-
um frá Atlantshafi auk innlendra veðurfregna, sem
berast með símanum. Frá Grænlandi berast skeyti
(77)