Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 40
urríki, bar hann kvíðboga fyrir framtíð sinni, og
veitti alpingi honum þá 1500 kr. styrk á ári til rit-
starfa, en ári á eftir lézt hann. Þáverandi kennslu-
málaráðherra íslands íhugaði að bjóða honum bóka-
varðarembætti á íslandi, og var á þetta minnzt í
bréfaskittum á þessum árum. Sennilega hefði hann
aldrei unað þvi að flytjast hingað á efri árum, en
hann gladdist innilega af samúð íslendinga á ófriðar-
árunum og heiðursstyrk alþingis. Hann lét eitt sinn
í Ijós í bréfi til mín, að sælustu endurminningar lífs
síns væri frá dvöl sinni á íslandi 1904. Nú hvílir hann
í kirkjugarði í Vínarborg og á leiði hans rís steinn
með greyptri mynd eftir Einar Jónsson myndhögg-
vara, vinargjöf frá honum og hinzta kveðja íslands.
Prófessor dr. Paul Herrmann. i
Fyrir nokkrum árum var ég á ferð í járnbraut
milli Leipzig og Berlín; ég ætlaði að koma við í
Torgau, smábæ við Elbe, þar sem íslandsvinurinn
Paul Herrmann átti heima. í klefanum á móti mér
sat miðaldramaður, vel á sig kominn, skeggjaður,
með barðastóran hatt, og við hlið hans sat kona,
tiguleg á svip og ljúfmannleg. Eg virti þessi hjón fyrir
mér og hugði helzt, að maður þessi myndi vera lista-
maður eða skáld. Skömmu síðar nam lestin staðar,
og eftir nokkurar mínútur hittumst við aftur fyrir
utan dyr Herrmanns í Torgau. Var ég gestur þeirra
bjóna í tvo daga og naut ástúðar þeirra og gestrisni
i hvívetna. Á hinum kyrrlátu kvöldum gengum við
fram með bökkum Elbefljótsins, en hægur andvarinn
bærði laufið, og skildi ég þá vel, að Herrmann undi
sér á þessum stað og kærði sigeigiumað flytjast bú-
ferlum til stærri bæja, þar sem skarkalinn vekur ó-
(36)
i