Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 73
snýst vindurinn sólarsinnis: frá suðaustri til suðvest-
urs og stundum í norðvestur, Tekur þá að rofa i
lopti, en gengur á með skúrum eða éljum eftir því,
hvort vestanáttin er hlý eða köld. Stundum kemur
hún suðvestan úr hafi, hlý og regnþrungin, stundum
beint vestan af Grænlandsjöklum, úrsvöl og éljótt.
Petta er hin alkunna útsynningsveðrátta, sem er al-
þekkt á suður-, vestur- og norðurlandi, en á austur-
landi verður sjaldan úrkoma með vestanátt, þvi að
þá stendur vindur af landi og hefir bæði þornað og
hlýnað við það að fara yfir hálendið.
Fari lægðin austur með sunnanverðu landi snýst
vindurinn andsælis: frá suðaustri til norðausturs og
loks í norður, þegar lægðin er komin alveg austur
fyrir land. Úrkoma verður mest á suður- og austur-
landi, en oftast lítil eða engin á vestur- og norður-
landi; fer það eftir þvi, live nærrí landinu lægðin
liggur og hversu mögnuð hún er. Að vetrinum skell-
ur oft á norðanhriö (norðangarður) á öllu norður-
landi, þegar lægðin er komin austur fyrir, þótt engin
úrkoma hafi komið þar, meðan vindur var við austrið.
Vér getum nú hugsað oss lægð fyrir austan land
og norðanveðráttu með úrkomu nyrðra og bjartviðri
syðra. Samtímis er ný lægð úr vestri komin á móts
við suðurodda Grænlands, og veldur hún þar suð-
austanvindi, ef til vill rok-hvössum. Einhvers staðar
milli lægðanna er þá belti með hægum vindi og
björtu veðri á mótum norðan- og sunnanáttar. Báðar
lægðirnar færast nú austur á bóginn og sömuleiðis
hægviðris-svæðið á milli þeirra. Norðanáttin smá-
gengur niður, fyrst á vesturlandi og síðan lengra
austur. Loks tekur loptvogin að falla á suðvestur-
landi og vindurinn snýst í suöaustur. Sami leikurinn
hefst á ný og getur jafnvel um stund verið hvass
norðan á austurlandi og hvass suðaustan á suðvest-
urlandi, unz suðræna áttin hefir fengið yfirhönd um
allt iand. Pá getur fyrri lægðin verið komin austur
(69)