Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 69
snjókoma meö stjörnu o. s. frv. Einnig er hiti og
loptþrýsting rituð með tölum hjá hverri stöð. Með
þessu móti er hægt að átta sig mjög fljótlega á veð-
urlaginu á öllu því svæði, sem veðurkortið nær yíir.
Enn þá betra yflrlit fæst af veðurkortunum með þvi
að draga línur milli allra þeirra staða (veðurstöðva),
sem hafa sömu loptþrýstingu. Nefnum vér þær línur
jafnþrýstilínur (ísóbarlínur). Allar veðurathuganir á
sama korti verða að vera gerðar samtimis. Með því
móti ber að skoða veðurkortið sem augnabliksmynd
af veðurlaginu á því svæði, sem það nær yfir.
Pegar fullteiknað veðurkort er skoðað vandlega,
kemur það brátt í ljós, að all-mikil regla og sam-
hengi er í veðurlaginu. Sumstaðar eru stór svæði,.
þar sem loptþrýstingin er óvenjulega lítil (loptvogin
»stendur illa<(), og á öðru leitinu er svæði með mik-
illi þrýstingu (loptvog »stendur vel«). Sumstaðar er
skýjað lopt og úrkoma á stórum svæðum, sumstaðar
þurrt veður og bjart. Sumstaðar er hvasst og sum-
staðar hægviðri. — Þegar næsta veðurkort er athug-
að, t. d. eftir 6 eða 12 klst., kemur það i Ijós, að
sömu veðursvæði eru þar fyrir hendi að mestu leyti:
þau hafa að eins færzt nokkuð úr stað. Regnsvæðin
hafa t. d. færzt norðaustur á bóginn, svo að nú er
regn þar sem áður var heiðríkja. Á sama hátt hefir
stytt upp og birt í lofti, þar sem áður var regn o. s.
frv. Veðurkortin sýna, með öðrum orðum, að veðrið
flyzt af einum stað í annan. Pað veðurlag, sem var
á Grænlandi í gær, er oft hér í dag, og á morgun
verður það ef til vill komið austur um Noreg. Má
þvi oftast mæla stefnu og hraða veðurbreytinganna
frá einu korti til annars og reikna svo, hve langt
þær muni komnar að vissum tima liðnum, ef stefna
og hraði haldast óbreytt. Illviðrunum má líkja við
óvinaher, sem sækir að oss, en veðurfregnirnar eru
njósnir af ferðum hans og fyrirætlunum, sem vér
(65)
5