Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 72
myndast einnig allbreið úrkomusvæði, sem hreyfast
áfram eftir því sem sveipurinn flyzt úr stað. — En
mesta þýðingu hefir það samt fyrir veðurspárnar,
að stefna sveipsins fer oftast í sömu átt og hlýrri
loptstraumurinn. Parf því aldrei að vera í vafa um
stefnu þeirra, ef veðurfregnir eru nægar fyrir hendi,
til þess að sýna stefnu hlýja loptsins. — Hjá oss
verður oft misbrestur á þessu, ef ekki hittist svo vel
á, að veðurfregnir komi frá skipum suður í hafl.
Venjulega endist hver lægð ekki nema 3—5 sólar-
hringa frá því að hún myndast og þangað til hún
hverfur úr sögunni. Lægð, sem myndast t. d. suður
af Nýfundnalandi, er í fyrstu lítil um sig og grunn.
Svo smádýpkar hún og fer með vaxandi hraða norð-
austur á bóginn. Pegar hún kemur á móts við ís-
land, er hún ef til vill orðin að hættulegum storm-
sveip, sem færist áfram um 50—100 km. á klst. Á
1—2 sólarhringum getur lægöin svo farið héðan og
norður undir Svalbarða; er hún þá oftast orðin
grunn og afllítil. — En á sama tíma geta bæði ein
og tvær lægðir hafa heimsótt oss í staðinn.
Veðráttan fær jafnan svip sinn af því, hvaðan
loptstraumar þeir, sem liggja um landið, eru ættaðir:
hvort þeir eru hlýir eða kaldir, rakir eða þurrir.
En lægðir ráða vindum, bæði að stefnu og styrkleik,
og er því allajafna hægt að gera sér grein fyrir veðr-
áttu, hvar sem er á landinu, með því að fylgja hreyf-
ingum þeirra yfir landið eða fram hjá þvi. — Skulu
hér nefnd nokkur dæmi.
Pegar lægð nálgast landið úr suðvestri, verður
vindurinn fyrst suðaustan og hvessir meira eða
minna, allt eftir því hve djúp og kröpp lægðin er.
Oftast rignir eða snjóar á suður- og vesturlandi. Svo
er tvennt til: annað hvort fer lægðin norður fyrir
vestan land eða austur fyrir sunnan land; stundum
vill svo til, að þær fara þvert yflr landið.
Fari lægðin fyrir vestan land og norðaustur í haf,
(68)