Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Page 72

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Page 72
myndast einnig allbreið úrkomusvæði, sem hreyfast áfram eftir því sem sveipurinn flyzt úr stað. — En mesta þýðingu hefir það samt fyrir veðurspárnar, að stefna sveipsins fer oftast í sömu átt og hlýrri loptstraumurinn. Parf því aldrei að vera í vafa um stefnu þeirra, ef veðurfregnir eru nægar fyrir hendi, til þess að sýna stefnu hlýja loptsins. — Hjá oss verður oft misbrestur á þessu, ef ekki hittist svo vel á, að veðurfregnir komi frá skipum suður í hafl. Venjulega endist hver lægð ekki nema 3—5 sólar- hringa frá því að hún myndast og þangað til hún hverfur úr sögunni. Lægð, sem myndast t. d. suður af Nýfundnalandi, er í fyrstu lítil um sig og grunn. Svo smádýpkar hún og fer með vaxandi hraða norð- austur á bóginn. Pegar hún kemur á móts við ís- land, er hún ef til vill orðin að hættulegum storm- sveip, sem færist áfram um 50—100 km. á klst. Á 1—2 sólarhringum getur lægöin svo farið héðan og norður undir Svalbarða; er hún þá oftast orðin grunn og afllítil. — En á sama tíma geta bæði ein og tvær lægðir hafa heimsótt oss í staðinn. Veðráttan fær jafnan svip sinn af því, hvaðan loptstraumar þeir, sem liggja um landið, eru ættaðir: hvort þeir eru hlýir eða kaldir, rakir eða þurrir. En lægðir ráða vindum, bæði að stefnu og styrkleik, og er því allajafna hægt að gera sér grein fyrir veðr- áttu, hvar sem er á landinu, með því að fylgja hreyf- ingum þeirra yfir landið eða fram hjá þvi. — Skulu hér nefnd nokkur dæmi. Pegar lægð nálgast landið úr suðvestri, verður vindurinn fyrst suðaustan og hvessir meira eða minna, allt eftir því hve djúp og kröpp lægðin er. Oftast rignir eða snjóar á suður- og vesturlandi. Svo er tvennt til: annað hvort fer lægðin norður fyrir vestan land eða austur fyrir sunnan land; stundum vill svo til, að þær fara þvert yflr landið. Fari lægðin fyrir vestan land og norðaustur í haf, (68)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.