Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 88
maður og skar sig úr. Hefir því þókt maklegt, að
hans væri hér að nokkuru getið, því heldur, sem nú
tekur að fækka þeim mönnum, sem nokkuð kunna
af Guðmundi að segja af eiginsjón, þótt sagnir hald-
ist enn um hann með hinni yngri kynslóð. Fyrir þá
sök varð til Björn Sigfússon á Kornsá, fyrrum al-
þingismaður, eftir tilmælum ritstjórnar þessa rits, að
festa á blað ýmislegt um Guðraund. En Theodór
ráðunautur Arnbjarnarson kunni sitt hvað af Guð-
mundi frá ættslóðum sinum, og er því skeytt hér
aftan við.
Fer hér nú fyrst frásögn Bjarnar Sigfússonar:
Guðmundur mun vera fæddur um 1792 í Austur-
Húnavatnssýslu. Mér er lítið kunnugt um æsku hans
annað en það, að hann ólst upp við þröngvan kost
og varð snemma að vinna fyrir sér sjálfur. Hann
varð, eins og síðar kom í ljós, mjög hagsýnn og svo
góður verkmaður, að með afbrigðum þótti. — Snemma
bar á því, að hann bar fróðleiksþrá í brjósti og var
hagyrðingur; engrar menntunar naut hann fremur en
aðrir alþýðumenn á þeim tímum. fó lærði hann að
skrifa, ef til vill af sjálfum sér. Bræður Guðmundar
tveir, Ketill og Natan, voru líka hagyrðingar og taldir
gáfumenn. Annars var þá fjöldi bagyrðinga í Húna-
vatns- og Skagafjarðarsýslum; hjá flestum þeirra bar
einna mest á níðkveðskap, sem þurfti helzt að vera
mergjaður, ef nokkurs átti að þykja um vert; virðist
svo sem þetta hafi verið »móður« þá. Oft mátti lítið
út af bera til þess, að hagyrðingarnir sendu hver
öðrum niðkviðlinga. Tók Guðmundur nokkurn þátt
í því, en lagði það niður að mestu, er honum óx
aldur og þroski.
Natan Ketilsson, bróðir Guðmundar, reisti bú á
Illugastöðum á Vatnsnesi og var myrtur á heimili
sínu 14. mars 1828 af Friðrik Sigurðssyni frá Katadal
og Agnesi, eins og segir í Natanssögu Brynjólfs frá
Minnanúpi og i árbókum Espólins. Eftir lát Natans
(84)